Leita í fréttum mbl.is

Hverju á maður að trúa?

Þetta er spurning sem ég hef enn ekki svar við.  Þó svo að Björgólfur sé holdgervingur kapítalismans, þess sem ég fyrirlít mest í heimi hér, get ég ekki annað en haft trú á því að margt sem fram kom í Kompás sé sannleikanum samkvæmt.  Hann ber eflaust meiri ábyrgð en hann vildi meina, það er eðlilegt (ekki síst fyrir argasta kapítalista) að gera lítið úr sinni ábyrgð og fegra sjálfan sig.  Það hrópar þó á mig meir en nokkru sinni þau tök sem Davíð Oddsson virðist enn hafa á íslensku þjóðinni.

Hann er fulltrúi þess, sem ég hata sennilega meira en kapítalistana sjálfa, spilltra stjórnmálamanna sem nota vald sitt til að spila með framtíð þjóðar í þeim einum tilgangi að stjórna, stjórnarinnar vegna.  Það getur vel verið að hann sé hættur í "stjórnmálum" en hann er ennþá stjórnmálamaður í mínum augum.

Ef við viljum að einhver svari fyrir sig og axli ábyrgð er það hann og sá forsætisráðherra sem lætur hann starfa í sínu skjóli.  Ég held, hversu illa sem manni er við auðmennina sem hafa leikið sér með auðæfi Íslands, að sagan muni sína að Seðlabankinn (Davíð í aðalhlutverki) og ríkisstjórnir Íslands undanfarin 20 ár beri höfuðábyrgð á ástandinu í dag.  Þessu má ekki gleyma þegar næst verður gengið til kosninga!!!


mbl.is Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að fá gjaldeyri

Allur gjaldeyrir er góður gjaldeyrir, segi ég.  Það að losa um þá fjármuni sem standa á hafnarbakkanum er bara snilld.  Þó svo að líklega tapi einhver á viðskiptunum, er það gott fyrir þjóðarbúið að losna við þessa bíla úr landi.
mbl.is Bílaflotinn seldur til Noregs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styttist í núllpunktinn

Já þess verður ekki langt að bíða að skuldirnar verði stærri en eignin sem bundin er í húsnæði okkar hjóna.  Afnám verðtryggingar hefur lengi verið baráttumál vinstrimanna á Íslandi, enda hafa þeir iðulega verið þeir einu sem tala máli venjulegs fólks í landinu.  Fólks sem á bara skuldir, ekki eignir.  Landinu hefur verið stjórnað af fólki sem verðbólgan bítur ekki á, þeir hafa verið fulltrúar þeirra sem verðbólgan bítur ekki á.  Verðbólga bítur þá sem minnst eiga, þá sem minnst mega við því.

Er verðtrygging ekki bara tæki til að halda þeim eignalausu áfram eignalausum?  Halda hinum kúguðu áfram kúguðum?


mbl.is Verðbólgan nú 15,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiðin magnast

Eins og ég les mig í gegnum þetta samtal, þá hefur reiði mín í garð breskra stjórnvalda magnast til muna.  Það er augljóst mál að Árni lýsir stöðunni umbúðalaust og neitar því aldrei að Ísland axli sína ábyrgð.  Hann gefur einfaldlega til kynna að vonir standi til að þegar ástandið hér heima kemst í þokkalegt lag, muni þeir líta til útlanda og leysa sín mál þar.

 Mér liggur við að spyrja hvort ekki eigi að slíta stjórnmálasambandi við þessa "herramenn"?  Þessi framkoma þeirra í okkar garð er sú versta síðan á Kópavogsfundinum forðum.


mbl.is Samtal Árna og Darlings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar breytingar á knattspyrnulögum?

Það vaknaði hjá mér spurning þar sem ég horfði á Grindvíkinga skora sigurmarkið í kvöld hvort þær breytingar sem gerðar voru á knattspyrnulögunum séu af hinu góða.  Þá á ég við þá reglu að nú beri dómara að stöðva leik ef leikmaður liggur meiddur á vellinum, en aðrir leikmenn missa þannig tækifæri til að sýna drengskap í verki með því að spyrna boltanum af velli.

Einn leikmaður ÍA hafði nefnilega legið tognaður á nára í nokkurn tíma við eigin vítateig án afskipta dómara, þegar Grindavík fór í sókn.  Leikmaður sem var réttstæður eingöngu vegna liggjandi varnarmanns ÍA fékk sendingu, sendi boltann áfram og mark!

Ég ætla ekki að draga úr því að Grindavík átti sigurinn sannarlega skilið í kvöld og er ekki að kenna dómgæslu um tap Skagamanna.  Hendur leikmanna Grindavíkur voru bundnar og héldu þeir því eðlilega áfram og luku sókn sinni.  En hvenær eru meiðsli leikmanna alvarleg?  Getur dómari leiksins metið það úr 40 metra fjarlægð?  Er það vísbending að leikmaðurinn fór af velli og kom ekki inná aftur?  Eru það alvarleg meiðsli?  Er þessi breyting til góðs?  Er fótboltinn betri eða fallegri fyrir vikið?  Fyrir breytingu hefðu Grindvíkingar getað sýnt drengskap í verki með því að spyrna boltanum af velli.  Sú tíð fannst mér sem áhugamanni um fótbolta betri og fallegri á að horfa. 


mbl.is ÍA - Grindavík, 1:2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammarlegt!!!!

Nú er ég reiður!  Þetta finnst mér svo skammarlegt að ég má vart mæla.  Ég get ekki séð að tímapressan hafi verið svo mikil að þurft hafi að fella þetta dýr, sem tilheyrir tegund í útrýmingarhættu.  Samfylkingin enn að gera í buxurnar, segi ég.  Sami flokkur og sami ráðherra er svo á sama tíma alfarið á móti hvalveiðum.  Þversögn?  Algjör!!  Vita alþjóðleg dýraverndunarsamtök af þessu framferði???
mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissi ekki hvort ég átti að standa eða sitja

Ég segi ekki annað en að þetta er sá stærsti og lengsti sem ég hef fundið.  Ég get rétt ímyndað mér hvernig hann var á Suðurlandinu ef hann var svona öflugur hér á Skaganum.  Eina sem mér datt í hug að gera var að halda við tölvuskjáinn svo hann ditti örugglega ekki......
mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar kröfur?

Mér dettur í hug hvort ekki væri rétt að landsmenn breyti kröfum sínum varðandi eldsneytisverð.  Þyrfti einfaldlega ekki að fara fram á að útgjöld til almenningssamgangna yrðu stóraukin, nýjar leiðir s.s. lestarsamgöngur yrðu kannaðar af meiri krafti og framkvæmdar.  Við það myndi eftirspurn eftir eldsneyti minnka og bensínverð lækka.

Að mínu mati höfum við sem þjóð vanrækt alltof lengi að þróa aðrar samgönguleiðir en einkabílinn.  Hann er augljóslega eitthvað sem tilheyrir fortíðinni.  Þetta er að verða okkar stærsta samfélagsmein og þörf á tafarlausum úrbótum.  Fjáraustur í mannvirki sem auðvelda einkabílum að komast milli staða myndi nýtast betur annars staðar.

Þetta er alla vega mín sýn á málið, en ÁFRAM STULLI & CO.!


mbl.is Mótmælt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný og betri myndasíða

Sælt veri fólkið.

 Ég vil bara benda þeim sem koma hingað inn á að nú hef ég endurbætt myndasíðuna mína og bætt inn haug af nýjum myndum.  Slóðin er sem fyrr http://www.hivenet.is/oddikennari 

 

Hvet ykkur til að kíkja

 

Öddi 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband