Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Íslendingar að tapa sínu fyrsta stríði?

Þessar fréttir koma ekki á óvart.  Þetta stríð er hins vegar að reynast mestu mistök sem Vesturlönd hafa gert á áratugi.  Að hugsa sér að Íslendingar hafi stutt það að þetta stóra land yrði lagt í rúst og framtíð þess gerð að engu.  Það sorglega er að þetta stríð snérist alltaf um peninga og völd en ekki að frelsa þjóð í ánauðum.  Enn ein sönnun þess að Kapítalisminn mun leggja heiminn í rúst, og á þeim rústum mun mannkyn byggja sósíalískt samfélag eins og spáð hefur verið.......  Þar verð ég!!
mbl.is Hvatt til stefnubreytingar í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík ósvífni!

Ég er eðlilega einskær aðdáandi arnarins og því kannski svolítið hlutdrægur.  Þar fyrir utan er ég aðdáandi náttúrunnar og þeirrar fjölbreytni sem er að finna í henni.  Fjöldi dýrategunda eru í útrýmingarhættu í heiminum og eru flest þróuð samfélög sammála um að þær tegundir beri að vernda út í ystu æsar.  Þess vegna hryggir það mig mjög að lesa um slíka umgengni við eitt mesta stolt íslenskrar náttúru, íslenska haförninn.

Við tókum geirfuglinn í nefið og höfum nagað okkur í handarbökin síðan.  Ætlum við sömu leið með örninn?

Hegðun sem þessa heyrir maður í fréttum frá Afríku þar sem veiðiþjófar drepa sjaldgæf dýr til að selja eftirsóttar afurðir til gráðuga Vesturlandabúa.  Þetta er Íslendingum til skammar og á ekki að líðast.  Hvað er gert við veiðiþjófa í Afríku?  Þeir sleppa allavega ekki með klapp á bakið.......

(Höfundur er ákafur dýraverndarsinni og andstæðingur fáfróðra molbúa) 


mbl.is Illa lítur út með arnarvarp nú í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kíkið á þess slóð!!

Sæl veriði.  Eruði í vafa um hvað á að kjósa??  Finnst þér allur áróðurinn renna saman í eitt??  Kíktu á http://xhvad.bifrost.is , svaraðu spurningunum og þér er sagt hvaða flokk þú átt mesta samleið með.

Mínar niðurstöður komu ekki á óvart........


Góðar fréttir

Ég er glaður að heyra þetta.  Öll umræðan undanfarið um forsetaembættið hefur farið fyrir brjóstið á mér.  Ólafur og embættið sem hann þjónar er varnagli þjóðarinnar og okkar fulltrúi sem sér til þess að allt fari fram eins og þjóðinni er fyrir bestu.  Góðan bata!!
mbl.is Forsetinn við góða heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingataktík Sjálfstæðisflokksins??

Ég lá í mestu makindum og horfði á Kompás, þar sem verið var að grafa undan kvótakerfinu og eins og gengur og gerist kom auglýsingahlé.  Þar sá ég auglýsingu frá Sjálfstæðisflokknum þar sem Geir Haarde og Þorgerður Katrín börðu sér á brjóst og hrósuðu happi yfir frábærum árangri í efnahagslífinu.  Þeim til fulltingis var allskonar fólk, sérvalið af auglýsingastofunni sem makar krókinn og hinum og þessum upplýsingum var skotið inn á skjáinn með reglulegum millibili.  Ein staðreynd þar vakti athygli mína, ekki síst þar sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist telja að hún sé til merkis um frábæra hagstjórn sína.  Því var semsagt fleygt fram að 30 þúsund Íslendingar stundi nú nám eða störf í útlöndum!!

En ég spyr:  Er það eitthvað til að stæra sér af???

Flestir þeir sem ég þekki og búa í útlöndum gera það m.a. vegna þess að:

  • nám sem þeir stunda er ekki í boði hér heima
  • það er ódýrara að stunda nám erlendis, sérstaklega ef þú átt börn
  • laun eru hærri og dýrtíðin ekki jafn mikil
  • velferðarþjónusta er boðleg og eftirsóknarverð, ekki síst á Norðurlöndum
Þetta kalla ég að skjóta sig í fótinn!!  En er ég sá eini sem tekur eftir þessu??!

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband