Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Hverjir skildu vera að taka þátt í þessum könnunum?

Það er gaman að segja frá því að ég var rétt í þessu að greiða atkvæði í þessari könnun og það var ekkert mál fyrir mig, Íslendinginn.  Ef að þetta væri nú könnun eingöngu fyrir Breta væri mark á þessu takandi, en Íslendingar eru bæði vel net- og tölvulæsir og einhvern veginn grunar mig að þessi niðurstaða gefi það til kynna að hluta.  Gaman ef það reynist svo að eintómir Bretar (og ég auðvitað) hafi tekið þátt í könnununum og að þær sýni vilja bresku þjóðarinnar í þessu máli.

Einhvernveginn efast ég samt um það......


mbl.is Eiga Íslendingar að greiða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skildu vera margar svona sögur?

Ég hvet fólk til að kíkja á söfnunina og athuga hvort þeirra kennitala hafi verið skráð í misgripum eða án leyfis.
mbl.is Ráðuneyti skráð á lista InDefence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með þá sem vilja að hann samþykki??

Nú er það básúnað um allar jarðir að forsetinn eigi að hlusta á þá 60.000 sem hafa skrifað undir undirskrifta lista In-Defence hópsins og hafna lögunum.  En hvað með hina?  Þá sem vilja að hann skrifi undir?

 Þó svo að allt þetta fólk hafi skrifað upp á þennan lista eru samt fleiri sem EKKI hafa gert það.  Enn sem komið er er það hávær minnihluti sem ætlar að fá sínu fram og ég leyfi mér að efast um að allir af þeim sem skrifað hafa undir viti í raun um hvað málið snýst.  Þetta mál er flókið og krefst mikillar yfirlegu til að geta sett sig á móti því.

Ég vona innilega að Herra Ólafur taki nú þetta mál og ljúki því í eitt skipti fyrir öll.  Eyðum frekar púðrinu í að finna þá milljarða sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum og virðast horfnir með öllu.

Ég segi JÁ við Ice-save


mbl.is Forsetinn leiti álits lögmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband