Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2010

Er lýđrćđi rétta leiđin fyrir íslenska ţjóđ?

Svo virđist sem ađ svariđ viđ ţessari spurningu sé nei.  Allavega fyrir meirihluta ţjóđarinnar.  Loksins ţegar ţjóđin fćr raunverulegt tćkifćri til ađ láta lýđrćđiđ virka í raun og gefa sjálfstćđri stofnun umbođ til ađ endurskođa stjórnarskrána lćtur meirihluti ţjóđarinnar eins og ţetta komi henni ekki viđ.  Ţessi sami meirihluti virđist ţess vegna vera sáttur viđ ţađ ađ einn, eđa í mesta lagi tveir, stjórnmálamenn stjórni öllu sem ţeir vilja á Íslandi, ţ.e. oddvitar ríkisstjórnarflokka hverju sinni.

Flestir sem tóku ţátt í umrćđu fyrir ţessar kosningar voru sammála um ađ auka ţyrfti völd og sjálfstćđi Alţingis á kostnađ ríkisstjórnar í nýrri stjórnarskrá.  Ţessu virđist meirihluti ţjóđarinnar vera andvígur.

 Er ţá ekki rétt ađ taka skrefiđ alla leiđ, afnema lýđrćđi á borđi, sem á í orđi og gefa oddvitum stjórnarflokkanna óskorađ, guđlegt vald?

Viđ fengum frábćrt tćkifćri, sögulegt tćkifćri á heimsvísu, til ađ veita stjórnlagaţingi umbođ ţjóđarinnar til ađ semja fyrir okkur nýjan sáttmála um hvers konar ţjóđfélag viđ viljum en ég er afar hrćddur um ađ viđ höfum klúđrađ ţví.  Hver tekur mark á stjórnlagaţingi međ umbođ 40% ţjóđarinnar?

Ég hálf skammast mín fyrir íslensku ţjóđina í kvöld.  Var "byltingin" 2008 barátta fyrir ađ halda öllu óbreyttu?  Sennilega.......


mbl.is Úrslit hugsanlega ljós á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Des. 2018
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband