Leita í fréttum mbl.is

Hvað með þá sem vilja að hann samþykki??

Nú er það básúnað um allar jarðir að forsetinn eigi að hlusta á þá 60.000 sem hafa skrifað undir undirskrifta lista In-Defence hópsins og hafna lögunum.  En hvað með hina?  Þá sem vilja að hann skrifi undir?

 Þó svo að allt þetta fólk hafi skrifað upp á þennan lista eru samt fleiri sem EKKI hafa gert það.  Enn sem komið er er það hávær minnihluti sem ætlar að fá sínu fram og ég leyfi mér að efast um að allir af þeim sem skrifað hafa undir viti í raun um hvað málið snýst.  Þetta mál er flókið og krefst mikillar yfirlegu til að geta sett sig á móti því.

Ég vona innilega að Herra Ólafur taki nú þetta mál og ljúki því í eitt skipti fyrir öll.  Eyðum frekar púðrinu í að finna þá milljarða sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum og virðast horfnir með öllu.

Ég segi JÁ við Ice-save


mbl.is Forsetinn leiti álits lögmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

Geta þeir ekki kosið í þjóðaratkvæðagreiðslunni eins og aðrir?

Í vor var VG með tillögu um að 15-20% kosningabærra manna gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu í stærri málum.

Icesave frumvarpið er stórt mál.
Hátt í 25% kosningabærra manna hafa krafist þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hví ekki að láta þjóðina ráða?

Svo vil ég bara minna á að ef þetta verður fellt mun fyrri Icesave skuldbinding frá í sumar (með fyrirvörum sem Bretar & Hollendingar samþykktu ekki) enn gilda.

Það er því ekki verið að hafna Icesave í heild - bara því að við munum borga langt yfir getu eins lengi og þarf til.

Einar Jón, 4.1.2010 kl. 14:33

2 Smámynd: Örn Arnarson

Takk fyrir svarið, en þetta mál verður alltaf fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu einfaldlega af því að fólk veit í flestum tilvikum lítið um innihald þess.  Ákvarðanir ansi margra munu byggjast á neikvæðri umfjöllun um málið og reiði í garð útrásarvíkinga.

 Þetta mál þarf að fara frá okkur strax, svo hægt sé að byrja að byggja upp.

Örn Arnarson, 4.1.2010 kl. 15:58

3 Smámynd: Ómar B.

Af hverju að halda því fram að fólk viti lítið um innihald þess! 

Það vill nú þannig til að Íslendingar eru bæði læsir og skrifandi og netnotkun er með því mesta sem gerist!  Mér finnst það dapurlegt þegar rökin ganga út á það að fólk sé ekki nægjanlega vel upplýst (með öðrum orðum að almenningur sé upp til hópa fífl) til að taka ákvörðun um Icesave en þessi hópur sem hefur ekki vit á þessu að þínu viti er nógu góður til að taka á sig þær birgðar sem þessum afarkostum fylgir! 

Ómar B., 4.1.2010 kl. 16:10

4 identicon

Ómar B:

Ég held að það sé margsannað að Íslendingar séu upp til hópa fífl og ekki treystandi til að taka mikilvægar ákvarðanir.

Íslendingar kusu jú þá stjórn yfir sig sem einkavæddi bankana og létti af öllum hömlum svo að bankarnir gætu stækkað stjórnlaust og þar með komið þessum ábyrgðum á okkur.

Þess má geta að 1 af hverjum 3 Íslendingum vill fá til baka þá ríkisstjórn sem sökkti þjóðarskútunni fyrir rétt rúmu ári.

Sem sagt, fólk er fífl.

Karma (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 16:41

5 Smámynd: Einar Jón

Ég er bara hræddur um að ef þetta "fer frá okkur" í núverandi mynd muni engin uppbygging verða þar sem skuldaklafinn verður óbærilegur. Þessi samningur er sennilega sá versti mögulegi fyrir Ísland, og við eigum ekki að sætta okkur við hann bara til að koma því frá af því að við "nennum ekki að hafa þetta hangandi yfir okkur".

Hvað gerist ef þessu er hafnað?
Við þurfum að semja aftur við Breta/Hollendinga. Í versta falli verður sá samningur jafn slæmur og lögin sem er verið að reyna að koma í gegn núna. Þá verður að hafa það - en við reyndum þó.

Hvað gerist ef þetta er samþykkt?
Við verðum að borga stóran hluta af þjóðarframleiðslu þar til skuldin með vöxtum og vaxtavöxtum er greidd - út í það óendanlega. Fólk heldur áfram að flýja land (með tilheyrandi lækkun þjóðarframleiðslu), svo að skuldin situr áfram og safnar vöxtum. Uppbyggingin verður hæg ef landið er óbyggilegt.

Einar Jón, 4.1.2010 kl. 17:40

6 Smámynd: Örn Arnarson

Ég vil nú ekki segja að íslenska þjóðin sé upp til hópa fífl, en ég er að segja að þeir kjörnu fulltrúar sem eru búnir að fjalla um málið nánast stanslaust síðan í maí á síðasta ári séu það vel upplýstir að þeir hafi mest vit á því og þess vegna eigi þeir að taka þessa ákvörðun.

Auðvitað segir þjóðin nei, það vill enginn borga það sem þeim finnst að aðrir eigi að borga.  En til þess að hér komist einhver uppbygging í gang þarf að ljúka þessu máli og ég get ekki séð betri lausn en þá sem er á borðinu núna.

Það vantar svolítið í mál þeirra sem vilja segja nei hvað eigi að gerast næst.  Hvernig staða verður þá komin upp???

Örn Arnarson, 4.1.2010 kl. 17:43

7 Smámynd: Örn Arnarson

Einar Jón:  Við erum búin að semja við Breta og Hollendinga tvisvar nú þegar.  Hvað segir þér að við fáum betri samning í þriðja sinn?  Tíminn og vinnan sem í þetta hefur farið segir mér nú líka að við hljótum að vera komin ansi langt í átt þess sem við náum.

Við þurfum að klára þetta mál strax.  Hver vika, hver mánuður kostar okkur alltof mikið.  Ég er sannfærður um að ef frá þessu hefði verið gengið strax síðasta vor hefði hann kostað minna en hann gerir nú.

Örn Arnarson, 4.1.2010 kl. 19:48

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er nú bara búið að "semja" einu sinni við Breta og Hollendinga um Icesave og það var gert með fyrirvara um samþykki Alþingis og þá fyrir vara er búið að senda þeim Bretum og Hollendinum og þó svo að þessi lög sem nú eru hjá forseta Íslands verði ekki samþykkt þá eru þau hin fyrri frá því í ágúst í gildi.

Spurning hvort við fáum ekki möppuna góðu og skýrsluna dýru Fram í dagsljósið ef að lögin verða ekki samþykkt, ég held að þjóðin geti alveg kosið um þetta mál það er búin að vera stöðug umræða um það og ætli ekki verði sæmileg umræða um það ef til þjóðarkosninga kemur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.1.2010 kl. 20:04

9 Smámynd: Örn Arnarson

Það var aftur sest niður með Bretum og Hollendingum eftir að þeim voru kynntir fyrirvarar Alþingis frá því í sumar.

Örn Arnarson, 4.1.2010 kl. 20:07

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já já en það er bara búið að semja einu sinni síðan þurfti að kynna þeim fyrirvaranna og þeir voru ekki sáttir við þá svo það þurfti að láta reyna á þá aftur fyrir þinginu því að fyrirvararnir eru lög, en það er í raun bara einu sinni búið að semja og ef að lögin fara núna í þjóðarkosningar þá halda þau þangað til að þjóðin er búin að kveða upp úr með það og ef að hún fellir lögin þá halda lögin frá því í ágúst sum sé frá okkar hendi, en þá fyrst reynir á hvort að Bretar og Hollendingar láti það duga nú eða vilja reyna áfram en þá reynir líklega á ríkisstjórnarsamstarfið, nema og ef og nema eða ef, þetta er sossum ekkert einfalt og ég hef ekki mikið vit á þessu, en vil fá neyðasrstjórn strax þessi fjórflokkur er að nauðga okkur útí eitt fyrir "flokkinn".

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.1.2010 kl. 23:13

11 Smámynd: Einar Jón

Örn: Ég er sannfærður um að ef frá þessu hefði verið gengið strax síðasta vor hefði hann kostað minna en hann gerir nú.

Ég efast ekki um það. Þetta hefur tekið óheyrilega langan tíma - sem er slæmt. En það þýðir ekki að við getum gengið að öllum skilmálum þeirra möglunarlaust. Góður samningur er þegar báðir aðilar eru jafn óánægðir með hann.

Ég bara skil ekki hvernig við ættum að geta staðið undir greiðslubyrðinni sem myndi fylgja þessu.

En nú er forsetinn búinn að hafna lögunum, svo að við sjáum hvað setur...

Einar Jón, 5.1.2010 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband