Leita í fréttum mbl.is

Skammarlegt!!!!

Nú er ég reiður!  Þetta finnst mér svo skammarlegt að ég má vart mæla.  Ég get ekki séð að tímapressan hafi verið svo mikil að þurft hafi að fella þetta dýr, sem tilheyrir tegund í útrýmingarhættu.  Samfylkingin enn að gera í buxurnar, segi ég.  Sami flokkur og sami ráðherra er svo á sama tíma alfarið á móti hvalveiðum.  Þversögn?  Algjör!!  Vita alþjóðleg dýraverndunarsamtök af þessu framferði???
mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eina sem er skammarlegt í þessu máli er væl fólks sem þekkir ekkert til þessara dýra. Held að þessi sami grátkór vildi ekkert hafa þetta dýr á vappi fyrir utan leikskóla eða elliheimilið hjá afa og ömmu.

Vissulega ekkert gamanmál að þurfa að drepa dýr en ef menn læsu sér til um hegðun þessara dýra, styrk þeirra ofl. þá held ég að þeir hinir sömu sjái fljótt að það væri talsverð áhætta tekin með að leyfa því að vafra um á meðan beðið væri eftir svefnlyfjum og öðrum búnaði sem þyrfti í það verk að koma honum til síns heima.

Og...nei...veistu....það fóðrar enginn svona dýr til að hann drepi ekki...

Sigga (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:56

2 Smámynd: Árni Þór Eiríksson

Vissulega hefði verið betri lausn að koma honum aftur til síns heima...en þá hefðu nú einhverjir farið að röfla um að ekki ætti að nota skattpeninga til þess...að það hefði bara átt að skjóta dýrið...þessi lausn var talin öruggust...

Ég varð að segja að ég sé bara alveg sammála Siggu

Árni Þór Eiríksson, 3.6.2008 kl. 17:31

3 identicon

Ósammála, vel við brugðist, lang skynsamlegast að skjóta dýrið. Þið vitið ekkert um ísbirni til að taka skynsamlega ákvörðun um þetta.

Björninn var á leið í átt til byggða, ekki nema 6km frá byggð. Það hefði ekki verið spurning hvað gert yrði við hann ef hann dræpi barn eða manneskju nærri byggð enda þessi dýr mjög fær um slíkt verði þau hrædd eða svöng, hvað haldiði að svona dýr fái að borða hérna á landinu, ekki neitt nefnilega. Hann myndi drepa og rífa í tætlur og borða fyrsta barn sem hann kæmi auga á.

Og gaur það virka engin VENJULEG deifilyf á slíka skemmnu, það voru engin deyfilyf af réttri tegund á landinu.

Steinar (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 20:27

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég hefði nú viljað sjá Koldbrúnu Halldórs og Álfheiði Inga vera á vettvangi og senda eftir deifilyfjum!!!! Þegar björninn nálgaðist þær......

Vilborg Traustadóttir, 3.6.2008 kl. 20:35

5 Smámynd: Örn Arnarson

Ég veit ekki betur en að björninn hafi verið á leið upp í fjall en ekki til byggða og það er enginn leikskóli uppi á fjalli.  Samkvæmt héraðsdýralækni þurfti að bíða 1-2 klst. eftir deyfilyfjum.  Halda hefði dýrinu frá byggðum í þann tíma.  Ef dýrið hefði ráðist í átt að fólki þá hefði það verið skotið.  Bráðlæti og brussugangur sem oft einkennir hægrimenn.  Dýrið var ekki hræðilegra en svo að yfir 40 manns voru komnir til að skoða það.  Þar var ekki hræðslunni fyrir að fara.

Örn Arnarson, 3.6.2008 kl. 21:29

6 identicon

Pólitík! seriously!....eruð þið að grínast?... af öllum skepnum mætti lóga pólitíkinni!

rusl (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:05

7 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Skjóta dýrið með deyfilyfjum og hvað svo?

Fara með það í húsdýragarðinn?

Fljúga með það á norðurpólinn?

Sigurður Haukur Gíslason, 4.6.2008 kl. 01:10

8 Smámynd: Örn Arnarson

Gaman að sjá þig hérna Siggi.  Ég er hlandviss um að ótal dýraverndunarsamtök hefðu verið boðin og búin til að koma honum til síns heima og kosta allan pakkann.  Við hefðum þurft að henda utan um hann einhverju búri í nokkra daga.  Aðalmálið er að ákvörðunin var tekin af of mikilli fljótfærni og fljótfærni ber vott um fávisku.

Örn Arnarson, 4.6.2008 kl. 09:43

9 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Það kom fram í mogganum í dag að það er ekki hlaupið að því að svæfa svona dýr. Menn stóðu frami fyrir þeirri ákvörðun að skjóta dýrið eða týna því í þokunni. Ekki hefði ég viljað sleppa dýrinu ef barnið mitt byggi á Króknum.

Hvað hefði fólk sagt ef dýrið hefði týnst í þokunni og svo slasað eða drepið fólk næstu daga?

Svarið hefði verið: Af hverju var dýrið ekki drepið þegar færi gafst?

Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á.

Sigurður Haukur Gíslason, 4.6.2008 kl. 16:00

10 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Maður verður að hafa "hólkinn" með sér á Strandirnar í sumar.

Gæti orðið góssen-tíð fyrir birnina þegar allir þessir gönguhópar fara um í eyðifjörðum!

Best var að skjóta dýrið strax, danir hefðu vafalaust ekki gefið leyfi fyrir flutningu sökum sjúkdómahættu.

Betra að drepa einn en láta hann smita allan stofninn af einhverri hugsanlegri óværu!

Kannski fækkar vinstri mönnum svona ört vegna þess að þeir hafa ekki vit á að skjóta andstæðingana niður áður en þeir eru sjálfir gleyptir með húð og hári!?;-)

Vilborg Traustadóttir, 5.6.2008 kl. 19:48

11 Smámynd: Örn Arnarson

Ég hef nú ekki getað séð annað en að hægri mönnum fækki hraðast allra um þessar mundir, ekki síst í Reykjavík.  Gaman að því að Samfylking og VG eru einu flokkarnir sem eru að bæta við sig.  Vinstri mönnum er semsagt að fjölga, þó þeir gangi innanum óvininn óhræddur.

Örn Arnarson, 5.6.2008 kl. 23:39

12 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

:-)

Vilborg Traustadóttir, 7.6.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband