Leita í fréttum mbl.is

Reiðin magnast

Eins og ég les mig í gegnum þetta samtal, þá hefur reiði mín í garð breskra stjórnvalda magnast til muna.  Það er augljóst mál að Árni lýsir stöðunni umbúðalaust og neitar því aldrei að Ísland axli sína ábyrgð.  Hann gefur einfaldlega til kynna að vonir standi til að þegar ástandið hér heima kemst í þokkalegt lag, muni þeir líta til útlanda og leysa sín mál þar.

 Mér liggur við að spyrja hvort ekki eigi að slíta stjórnmálasambandi við þessa "herramenn"?  Þessi framkoma þeirra í okkar garð er sú versta síðan á Kópavogsfundinum forðum.


mbl.is Samtal Árna og Darlings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Arnarson

Það sagði ég aldrei.  Það ber mikla ábyrgð og þar þurfa menn líka að axla þá ábyrgð fyrir dómstólum.  Kaupþing, stærsta fyrirtæki Íslandssögunnar, er Bretum að kenna og þessum hastarlegu viðbrögðum.  Aðal pointið er: Gaf þetta samtal tilefni til beitingu hryðjuverkalaga á íslensk fyrirtæki í Bretlandi?  Mín skoðun er NEI

Örn Arnarson, 24.10.2008 kl. 08:15

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Allt upp á borðið, það er okkar krafa.

Það er komin tími til þess að við gerum eitthvað í málunum.

Knús

Magga "móða"

Hulda Margrét Traustadóttir, 24.10.2008 kl. 14:32

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það kom fram í fréttum í kvöld að Seðlabanki Íslands neitaði Landsbanka um lán sem tryggt hefði að icesave reikningarnir hefðu flutt ábyrgðina til breta.

Það var því Seðlabankinn enn og aftur sem bar ábyrgðina.

Hvenær er komið nóg á þeim bæ?

Seðlabankar annarra landa verja bankana okkar bregður fyrir þá fæti, enda var Davíð Oddsson mótfallinn "útrásinni" .

Vilborg Traustadóttir, 26.10.2008 kl. 20:45

4 Smámynd: Örn Arnarson

Í Kompási síðasta mánudag mátti nú heyra annað hljóð í kauða, sem mærði þessa menn og ræddi um nauðsyn þess að íslensk fyrirtæki færðu út kvíarnar.  Ég er sammála þér að Seðlabanki Íslands ber mesta ábyrgð á falli bankanna og stjórn hans ber að víkja frá störfum og það fyrir löngu.

Örn Arnarson, 26.10.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband