Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hvar enda allir þessi peningar?

Ef einhverjir eru að tapa peningum, hljóta þessir peningar að enda einhvers staðar.  Það er einhver að græða á þessu öllu saman og eftir að hafa horft á Zeitgeist get ég ímyndað mér hverjir.  Hver skrúfaði fyrir lausaféð á sínum tíma og kom þessu öllu af stað?
mbl.is 340 þúsund milljarða tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju á maður að trúa?

Þetta er spurning sem ég hef enn ekki svar við.  Þó svo að Björgólfur sé holdgervingur kapítalismans, þess sem ég fyrirlít mest í heimi hér, get ég ekki annað en haft trú á því að margt sem fram kom í Kompás sé sannleikanum samkvæmt.  Hann ber eflaust meiri ábyrgð en hann vildi meina, það er eðlilegt (ekki síst fyrir argasta kapítalista) að gera lítið úr sinni ábyrgð og fegra sjálfan sig.  Það hrópar þó á mig meir en nokkru sinni þau tök sem Davíð Oddsson virðist enn hafa á íslensku þjóðinni.

Hann er fulltrúi þess, sem ég hata sennilega meira en kapítalistana sjálfa, spilltra stjórnmálamanna sem nota vald sitt til að spila með framtíð þjóðar í þeim einum tilgangi að stjórna, stjórnarinnar vegna.  Það getur vel verið að hann sé hættur í "stjórnmálum" en hann er ennþá stjórnmálamaður í mínum augum.

Ef við viljum að einhver svari fyrir sig og axli ábyrgð er það hann og sá forsætisráðherra sem lætur hann starfa í sínu skjóli.  Ég held, hversu illa sem manni er við auðmennina sem hafa leikið sér með auðæfi Íslands, að sagan muni sína að Seðlabankinn (Davíð í aðalhlutverki) og ríkisstjórnir Íslands undanfarin 20 ár beri höfuðábyrgð á ástandinu í dag.  Þessu má ekki gleyma þegar næst verður gengið til kosninga!!!


mbl.is Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að fá gjaldeyri

Allur gjaldeyrir er góður gjaldeyrir, segi ég.  Það að losa um þá fjármuni sem standa á hafnarbakkanum er bara snilld.  Þó svo að líklega tapi einhver á viðskiptunum, er það gott fyrir þjóðarbúið að losna við þessa bíla úr landi.
mbl.is Bílaflotinn seldur til Noregs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styttist í núllpunktinn

Já þess verður ekki langt að bíða að skuldirnar verði stærri en eignin sem bundin er í húsnæði okkar hjóna.  Afnám verðtryggingar hefur lengi verið baráttumál vinstrimanna á Íslandi, enda hafa þeir iðulega verið þeir einu sem tala máli venjulegs fólks í landinu.  Fólks sem á bara skuldir, ekki eignir.  Landinu hefur verið stjórnað af fólki sem verðbólgan bítur ekki á, þeir hafa verið fulltrúar þeirra sem verðbólgan bítur ekki á.  Verðbólga bítur þá sem minnst eiga, þá sem minnst mega við því.

Er verðtrygging ekki bara tæki til að halda þeim eignalausu áfram eignalausum?  Halda hinum kúguðu áfram kúguðum?


mbl.is Verðbólgan nú 15,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiðin magnast

Eins og ég les mig í gegnum þetta samtal, þá hefur reiði mín í garð breskra stjórnvalda magnast til muna.  Það er augljóst mál að Árni lýsir stöðunni umbúðalaust og neitar því aldrei að Ísland axli sína ábyrgð.  Hann gefur einfaldlega til kynna að vonir standi til að þegar ástandið hér heima kemst í þokkalegt lag, muni þeir líta til útlanda og leysa sín mál þar.

 Mér liggur við að spyrja hvort ekki eigi að slíta stjórnmálasambandi við þessa "herramenn"?  Þessi framkoma þeirra í okkar garð er sú versta síðan á Kópavogsfundinum forðum.


mbl.is Samtal Árna og Darlings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband