Leita í fréttum mbl.is

Drengskapur í íþróttum

Eftir að Magnús Þór vakti máls á "Fair play" í athugasemd við síðustu færslu mína fór ég að hugsa um það hugtak.  Mér finnst nefnilega að athuguðu máli að drengskapur sé, og hafi verið, á miklu undanhaldi í fótboltanum hérna heima.

Í yngstu flokkunum eru lið verðlaunuð og þeim hampað fyrir prúðmennsku og háttvísi.  Eftir því sem knattspyrnumenn eldast, virðist eins og það breytist.  Hverjir breyta því?  Þjálfarar?  Foreldrar?  Fjölmiðlar?

Ég hef nú verið í kringum fótbolta ansi lengi, bæði sem leikmaður og dómari og ég verð að segja að mér virðist að sannur drengskapur og háttvísi verði alltaf sjaldgæfari og sjaldgæfari og sá drengskapur sem við sjáum (bolta sparkað aftur til liðsins eða aftur í innkast/mark) virðist oftast yfirborðskenndur og af skyldurækni.

Sem dómari fær maður að kynnast leikmönnum á öllum aldri og fylgjast með þeim í návígi inni á vellinum.  Framkoma leikmanna í garð andstæðinga og dómara er því miður oft svo smánarleg að maður trúir því varla að slíkt geti átt sér stað í siðuðu þjóðfélagi.  Það er áhugaverð pæling hvað stjórnar því að dagfarsprúðir menn alla jafna geta breyst í villidýr, bara af því að það er fótboltaleikur í gangi?

Háttvísi verður ekki þröngvað upp á neinn, hún verður að koma að innan.  Versnandi hegðun fólks í og í kringum knattspyrnuleiki er hugsanlega afleiðing agaleysis í þjóðfélaginu öllu.  Liggur vandinn kannski þar að ungir knattspyrnumenn sem læra að háttvísi sé mikilvæg, sjá að fullorðna fólkið telur hana einskis nýta?  Erum við að ala upp fótboltamenn sem gleyma eða skilja ekki hvað orðið háttvísi þýðir í raun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Mæl þú manna heilastur bróðir!

Hef haft áhyggjur af þessu, enda gamall í hettunni í boltanum.  Spilaði fyrstu leikina mína '86 og finn STÓRAN mun.

Hárrétt að þetta er skylduræknis Fair play og á að stroka út.  Þetta er búið.

Held að það þurfi að skoða nýja hlið íþróttarinnar.  Peningaþörf liða og óeðlilegar kröfur um árangur.  Það eru stöðugt færri sem spila til að hafa gaman og reyna að vinna.  Allir spila til að vinna, svo þeir fái betri laun og mikla bónusa.  Gleðin felst í sigrunum eingöngu.

Þar liggur finnst mér munurinn á barna- og fullorðinsbolta minn kæri.

Magnús Þór Jónsson, 5.7.2007 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband