Leita í fréttum mbl.is

Viljandi - óviljandi, skiptir það máli lengur?

Ég hef ekki bloggað í langan tíma, en maður getur ekki sleppt svona tækifæri.

Ég var á leiknum eins og venjulega og studdi mína menn.  Það er hálfskrítin tilfinning sem situr í manni eftir svona sigur.  Maður getur eiginlega ekki fagnað eftir svona sýningu.  Íþróttin sem maður elskar fékk ekki góða auglýsingu í beinni útsendingu.

Annað mark Skagamanna er mjög umdeilt, enda engin leið að skera úr um hverjir hafa rétt fyrir sér.  Í mínum augum skiptir það engu máli lengur.  "Fórnarlömbin" frá Keflavík sáu um það að kvitta út þetta mark með ENN ÓDRENGILEGRI framkomu en þeir vildu meina að Bjarni hefði sýnt.

Ef við gefum okkur eitt augnablik að Bjarni hafi gert þetta viljandi, þá var hann einn að verki.  Einn maður - eitt atvik.  Keflvíkingar lögðu sig hins vegar FLESTIR (ekki allir) fram við það að sýna viðurstyggilega framkomu fyrir íþróttaáhugamenn landsins nær og fjær.  Tæklingin á Bjarna, Símun eftir markið sem fékk undraverðan bata um leið og Kristinn lyfti rauða spjaldinu yfir Páli Gísla, Guðmundur Steinarsson og fleiri sem eltu Bjarna inn í hús eftir leik með Guð má vita hvað í huga, nokkrir leikmenn sem fundu sig knúna til að húðskamma Bjarna eftir þá hættulegu tæklingu sem hann mátti þola.........

Þetta er löng upptalning og hugsanlega er ég að gleyma einhverju.

Gefum okkur svo að Bjarni hafi gert þetta ÓVILJANDI.  Hverjir líta þá illa út?

Viljandi - óviljandi?  Fáum væntanlega aldrei að vita það fyrir víst, en ég spyr skiptir það máli????


mbl.is Skagamenn lögðu Keflvíkinga á dramatískan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skiptir ekki nokkru máli lengur held ég, Keflvíkingarnir eru að koma mjög illa út úr þessu hvort sem þetta var viljandi eða ekki. Hlakka til að hlusta á mína skoðun á X-inu á morgun, eflaust einhverjir sorgmæddir Keflvíkingar hringjandi inn og vælandi um markið og að það hafi verið óíþróttamannslegt, og gleyma ofbeldinu, bæði líkamlegu og andlegu, sem þeir beittu Skagamönnum.

Axel K (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 00:14

2 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Ætla að lýsa megnum vonbrigðum með anda þessara skrifa.  Barnalegt að halda að slíkur dónaskapur sem Bjarni Guðjónsson sýndi og síðan leikmenn ÍA í heild með að láta ekki Keflvíkinga strax skora mark gegn sér, eins og hefur tíðkast í þeim öðrum leikjum þar sem slíkt gerist.  Reyndar bauðst Arsene Wenger til þess fyrir nokkrum árum að leika aftur leik sem Arsenal vann 2-1 á slíku marki.  Það reikna ég ekki með að hershöfðinginn Guðjón bjóðist til að gera.  Sagan úr íþróttahúsinu segir svo því miður eina hlið.  Önnur hlið málsins er sú að starfsmenn í gæslu vörnuðu mönnum inngöngu og létu fádæma dónaskap dynja á leikmönnum Keflavíkur, sér í lagi varamarkmann Keflavíkur, Bjarka nokkurn Guðmundsson.  Ég ætla ekki að fara lengra en trúi ekki fyrr en ég tek á því að Skagamenn og þar með þú minn kæri ætli ekki að biðjast almennilega afsökunar á því sem eyðilagði þennan leik og mun gera hann ódauðlegan fyrir óheiðarleika eins og sést á öðrum kommentum hér.  Mér fannst margt til skammar, sér í lagi markið og framkoman að láta ekki Keflvíkinga skora mark strax á eftir.  Þá aulaháttur Bjarna að hlaupa beint inn eftir leikinn og standa ekki fyrir máli sínu.  Svo fannst mér skrýtið að sjá fagnaðarlæti stuðningsmanna og leikmanna ÍA, og svo viðtal við Helga Pétur, leikmann ÍA sem talaði um mark Bjarna sem "markmannsmistök".  Bjarni Guðjónsson mun aldrei geta sagst hafa ætlað að gefa á markmanninn og láta trúa sér.  Þá hefði hann bara vippað honum hægt og rólega yfir varnarlínuna fyrir markmanninn að grípa.  Komdu með einhver rök frá því að negla boltanum svona á markið og markmann framarlega með sólina í augun!  Þú hefur tekið þátt í leikjum og skalt hugsa hvernig þér liði eftir slíkt sigurmark.  Íþróttin tók niður í kvöld og viðhorf þjálfara ÍA virðist vera "Skiptir engu máli hvernig stigin þrjú koma".  Í flestum tilvikum jákvætt, en í kvöld gekk hann yfir strikið.  Þeir sem mig þekkja vita það að ég hef haft mikla trú á Guðjóni Þórðarsyni.  Þarna átti hann að grípa inní og leiðrétt ruglið, en ekki taka þátt í því.

En svo vona ég að hér með hætti menn að sparka boltanum í innkast þegar einhver meiðist.  Þetta "fair play" kjaftæði á sér engin fordæmi lengur og algerlega úr anda leiksins.  Dómarar stoppa bara leikina þegar þeir telja á því þörf.  Mismeiddir leikmenn eiga ekki að drepa niður tempó, eða búa til slíkar aðstæður.

En, er ekki tilbúinn að trúa því að það eigi að telja leikmenn Keflavíkur ódrengilega eftir leik kvöldsins Örn.  Þar finnst mér þú vera með ansi sterkar Skagalinsur minn kæri.

Magnús Þór Jónsson, 5.7.2007 kl. 00:33

3 Smámynd: Örn Arnarson

Þér ferst að tala um linsur kæri bróðir.  Það er nú ekki að sjá að hér skrifi hlutlaus fótboltaáhugamaður.  Ég hef ekki hugmynd um hvort hann gerði þetta viljandi eða ekki.  Mér fannst líka undarlegt að Skagamenn leyfðu þeim ekki að skora strax í kjölfarið (það hef ég reyndar ekki séð áður, hvar sástu svoleiðis?)  Mér fannst hundskítt að fá 3 stig út á þetta.  Reyndar er ég ekkert viss um að Skagamenn hefðu fengið þetta mark á sig í stöðunni 1-0.  Leikurinn fór allur úr skorðum við þetta, ekki síst fyrir Skagamenn.  Þú getur samt ekki gert lítið úr því hvernig dýrlingarnir þínir höguðu sér eftir þetta.  Ég stend við það sem ég skrifaði hér fyrir ofan:  Keflvíkingar stóðu upp úr sæti fórnarlambsins og gerðu að engu ódrengilegheit Bjarna, ef þau voru þá einhver.  Ég veit það ekki ennþá, ekki þú heldur....

Örn Arnarson, 5.7.2007 kl. 00:43

4 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Svona fyrst við erum báðir vakandi.

http://www.youtube.com/watch?v=BfwktuMXK0I

Þú veist nú bróðir sæll að ég hef talið Guðjón sem þann besta og hef hrósað því sem hann hefur verið að gera með ÍA í sumar.

Er ekkert að draga yfir bullið sem varð eftir þetta atvik.  Þetta atvik eyðilagði leikinn og mun verða ástæða fundahalda í framhaldinu.  Slagsmál, ljótar tæklingar og at í leikjum eru eitthvað sem því miður hefur oft sést, t.d. sem þú varðst vitni að á mánudagskvöldið á Þróttarvellinum.

Mark nr. 2 hjá Skaganum er ódauðlegt.  Ef að við hefðum verið að spila saman, með Hetti eða KS og hefðum fengið á okkur svona mark erum við báðir það skapheitir að við hefðum átt erfitt.  Værum að skrökva ef við segðum að við hefðum bara tekið miðju og látið leikinn ganga.

Annað sem gaman er að ræða.  Út af hverju hleypur Bjarni inn?  Þar er engin gæsla strax eftir leik er það.  Hann gefur engin færi á að reyna að lina höggið á því sem þarna var orðið sigurmark.  Öll gæsla á knattspyrnuvöllum er inni á vellinum fyrst í stað.  Þegar hann hleypur á stað hlaupa einhverjir á eftir honum, fyrst Keflvíkingar og svo varamenn Skagamanna.  Út af hverju labbar hann ekki inn ásamt gæslumönnum og dómaratríóinu???  Þar ER gæslan. 

En þú segir það sama og ég.  Það er hundskítt að fá 3 stig útá þetta.  Ef að Keflvíkingar eiga að fá leikbönn út af látunum eftir leik sér dómarinn um það.  Þannig að réttlætið er þá hvað??? 

Er alveg sammála um það að ekkert er víst hvernig leikurinn hefði þróast ef mark nr. 2 hefði ekki komið.

Það er nákvæmlega málið.  Þessi ákvörðun Bjarna, viljandi eða óviljandi, var kolröng.  Þegar ekkert var gert við þessu óheiðarlega marki varð allt vitlaust.  Dómarinn hefði gert eitthvað ef hann hefði getað.  Skaginn hefði getað gert eitthvað en gerði ekkert.  Þú getur séð á YouTube hvað gerðist þarna og ég hef a.m.k. tvisvar áður séð á Eurosport í öðrum tilvikum.  Minni líka aftur á leik Arsenal og Sheff. United og endurtekinn leik eftir þrýsting frá English FA.

Ég lenti í því að vera dómari í 2.flokki sl. laugardag þar sem nokkurn veginn sami hlutur henti.  Selfyssingur lá á vellinum, varnarmaður þeirra kallaði, "Sparkið boltanum útaf".  Þannig háttaði að Selfoss var með boltann, Snæfellingarnir biðu eftir að boltanum var sparkað útaf, en þá tók einn Selfyssingurinn á rás í gegnum vörnina og skoraði.

Hef OFT rætt það við starfsmenn KSÍ og dómara að þessi "Fair play" atvik þar sem verið er að sparka boltanum útaf í sí og æ eru bara bull og öll jákvæðni löngu horfin.

Seint ætla ég nú að fara að tala um dýrðlinga og veit alveg að Keflavíkurleikmenn misstu höfuðið.  Guðmundarnir Steinarsson og Mete áttu erfiðast, enda var þeim svo skipt útaf, ekki gleyma því! 

Vandinn situr samt eftir.  Sigurmarkið í þessum leik var óheiðarlega fengið.  Sama hverjir ræða um það, mark Skagans nr. 2 var óheiðarlegt.  Hvort sem það var óviljandi eða viljandi.

19 ára stráklingur sem missti hausinn og takklaði Bjarna illa, hárrétt rautt spjald, sem fékk svo skammir frá þjálfaranum sínum þegar hann labbaði útaf, enda búinn að skemma leikinn illa.  Hann fær sína réttlátu refsingu hjá KSÍ.

Ef að atið í klefanum gekk of langt treysti ég starfsmönnum KSÍ til að díla við það.  Heyrði margt sem ég ætla ekki að skrifa hér en er til í að ræða við þig í síma.

En.  Hvað á að gera við því að sigurmark leiksins var skorað á óheiðarlegan hátt???

Tökum niður allar linsur.  Ef þetta væri Hvöt - Álftanes á laugardaginn........ 

Hvað á að gera.  Setjum upp nokkur skemmtileg dæmi.

Skaginn verður meistari á 1 stigi.......

Bjarni Guðjóns verður markakóngur, með 1s marks mun.......

Eða bara UEFA sæti, fallbarátta, hvað sem er.

Svona mark, á það að ráða einhverju????????

Magnús Þór Jónsson, 5.7.2007 kl. 01:16

5 Smámynd: Örn Arnarson

Því miður verður það að gera það.  Knattspyrnulögin eru bara svona.  Ég held að í rauninni séum við sammála um þetta allt saman.

Og fyrirgefðu að ég skellti á þig fyrr í kvöld :(

Örn Arnarson, 5.7.2007 kl. 01:34

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Mark er mark! Maggi mark!

Vilborg Traustadóttir, 5.7.2007 kl. 10:10

7 identicon

er menn að verða eitthvað ruglaðir??? þett'er jú bara fótboltiiiiiiiii. íííbévafffff!

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 15:47

8 identicon

Ætla EKKI að tjá mig um leikinn í gær.

Gaman að sjá að þú ert byrjaður að blogga frændi!!

 Stella.

Stella (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband