Leita í fréttum mbl.is

Sorglegt!!

Bjarni sá sóma sinn í að biðjast afsökunar á sínu framferði í gær.  Keflvíkingar finna sig ekki knúna til þess.

Hjörtur baðst afsökunar á sínu framferði í fyrra.  Guðmundur Mete gerði það ekki.

Umræðan í dag hefur því miður snúist frá aðalatriðinu.  Þó svo að ég telji mig vita megnið af því sem er satt, þá finnst mér sorglegt að sjá fullorðna menn benda á hvorn annan og segja hinn ljúga, hinn er verri en ég, þessi fór yfir strikið, ha ÉG??!!?  Það er algjörlega óásættanlegt að menn grípi til þess að rægja mæta menn, hvoru megin borðsins sem þeir standa.

Mér finnst að kjarni málsins megi ekki gleymast.  Háttvísin í knattspyrnunni hefur beðið mikla hnekki tvisvar í þessari viku, fyrst á Þróttarvelli og svo á Akranesi í gær.  Það er málið sem þarf að ræða, ekki hver sagði hvað og hver réðst á hvern.  Er yfirleitt pláss fyrir háttvísi í fótboltanum?  Skiptir hún okkur máli?  Ef svo er, hvað er hægt að gera til að endurvekja hana og hefja til vegs og virðingar.  Það er hlutverk KSÍ fyrst og fremst, en einnig leikmanna, þjálfara og stuðningsmanna.

Ég fer samt ekki ofan af því að Keflvíkingar, alveg eins og Bjarni, skulda fótboltaáhugamönnum þessa lands afsökunarbeiðni fyrir þeirra framkomu í gær.  Bjarni er búinn, en við bíðum eftir hinum.


mbl.is Yfirlýsing frá Keflvíkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég gat nú ekki séð á þeim myndum sem hafa verið í íþróttafréttum að Bjarni hafi viljandi skorað.  Meira að hann var að gefa boltann aftur fyrir endamörk.  Guðjón Þórðar klikkar ekki og gaf fréttamanni Kastljóss tóninn!!!!

Vilborg Traustadóttir, 5.7.2007 kl. 22:59

2 identicon

Þá verður þú að kíkja aftur á myndirnar.  Guðjón þórarsson lýgur þegar hann segir að það hafi eitthvað verið stjakað við honum Bjarna.  Það var engin nálægt honum.  Bjarni skoraði fallegt mark án hjálpar sinna manna eða Keflvíkinga.

Greinilega ásetningur.  Það er sko rétt hjá þér að hann hafi gefið fréttamanninum tóninn.  Hann á þetta til þegar hann þarf að svara fyrir sig einhverju sem hann getur ekki rökstutt .  Þegar hann hefur eitthvað að fela . 

Þá fer hann í vörn og verður vondur eins og honum einum er lagið.  Sendir fréttamönnum tóninn og reiðist þeim fyrir að dirfast að bera upp eðlilega spurningu.  En fólk sér í gegnum svona leikrit.  Gaman væri að sjá einhvern fréttamanninn hamra hann og æsa hann upp í staðinn fyrir að vera með einhverja auðmýkt og hræðslu.  Bara vaða í hann.  Hann á það skilið.

 kveðja.

Jónas (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 23:53

3 identicon

ÉG spyr bara, hvar er Baldur Sigurðsson, Fyrirliði Keflvíkinga þegar Bjarni skorar markið? SAmkvæmt Guðjóni átti hann að hafa farið í Bjarna og pressað hann... Ég var ekki var við það í endursýningum...
http://www.minnsirkus.is/userpage/article_view.aspx?user_id=4236&article_id=342543

Björn A. (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 23:54

4 Smámynd: Örn Arnarson

Ég er að reyna að hætta að ræða um hvað gerðist og rífast um hluti sem er löngu sýnt að menn verða ekki sammála um.  Það sem skiptir máli er hvernig menn vilja stíga út úr þessu og vinna úr sínum málum, án þess að benda á aðra

Örn Arnarson, 5.7.2007 kl. 23:59

5 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Það mun aldrei nást samkomulag í þessu máli bróðir sæll.

Eftir daginn er það alveg ljóst.

Ég sé engar sáttahendur á lofti, úr hvorugum herbúðum, allar umræður í dag hafa snúist um eigin réttlætingu og ljóst að deilur milli Keflavíkur og ÍA hafa fest sig í sessi.

Eini aðilinn sem getur gripið inní er KSÍ, sem hefur þagað þunnu hljóði í dag, utan dómarans, sem mér fannst standa sig ágætlega í spjalli sínu í dag.

Formaður, og/eða framkvæmdastjóri sambandsins hljóta að koma inní þessa umræðu á morgun, áður en þetta mál sekkur í dýpri lægðir.....

Magnús Þór Jónsson, 6.7.2007 kl. 00:21

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ætla Skagamenn að eiga það undir góðvild og trúgirni andstæðinganna eftirleiðis að boltanum verði sparkað útaf ef einhver þeirra meiðist?

Sigurður Þórðarson, 6.7.2007 kl. 00:29

7 identicon

Ég ætla ekki að blanda mér í hver á að afsaka hvað o.s.frv. Fannst framkoma beggja liða aumkunarverð í gær. Er orðlaus yfir frati Skagamanna á hugtakinu "fair play" og hugsunarleysi leikmanna Keflvíkinga eftir leikinn. Held samt að afsökunarbeiðni Skagamanna hafi lítið að segja.....

Viddi (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 00:33

8 identicon

Fannst framkoma Keflvíkinga, miðað við myndir úr fréttum, til háborinnar skammar og mér finnst þetta mál orðið eins og á leikskóla.."ég gerði þetta ekki heldur þú"

En að elta leikmann inn í klefa, leggja hendur á 16 ára bróður Bjarna..er það réttlætanlegt..finnst það MUN alvarlegri hlutur en að skjóta "óvart" í mark..sem ég tel að Bjarni hafi gert.

Finnst yfirlýsing Keflvíkinga http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1278614 líka eitthvað hálf "leim"..

Over and out

Stella (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 09:36

9 Smámynd: Örn Ragnarsson

Þú varst víst klukkaður í blogginu mínu.

Kv

Pbbi

Örn Ragnarsson, 13.7.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband