6.5.2007 | 23:16
Góðar fréttir
Ég er glaður að heyra þetta. Öll umræðan undanfarið um forsetaembættið hefur farið fyrir brjóstið á mér. Ólafur og embættið sem hann þjónar er varnagli þjóðarinnar og okkar fulltrúi sem sér til þess að allt fari fram eins og þjóðinni er fyrir bestu. Góðan bata!!
Forsetinn við góða heilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Spurt er
Kaust þú til stjórnlagaþings?
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér var ekki neitt sérstaklega órótt vegna þreytu forsetans. Ekki frekar en vegna hvers annars. Það er nú ekki eins og karlinn sé ómissandi !?!?! Gerir kannski helst karlmennsku skömm til eins og þegar var stumrað yfir honum löskuðum á handlegg í reiðtúrnum forðum, eins og hann væri lífshættulega slasaður.
Þetta er einmitt mergurinn málsins : forsetinn ræður engu um hverjir ákveða að vinna saman eftir kosningar og mynda meirihluta -- AKKÚRAT EKKI NEITT . Hvers vegna erum við þetta snobb/bruðl embætti ?!?!?
Siggi (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 01:43
Forsetinn hefur lykilhlutverki að gegna í samskiptum við önnur lönd og að aðstoða íslensk fyrirtæki og stofnanir við að koma á samböndum erlendis. Sjáðu þátt forsetans í herstöðvar-háskólanum t.d. Þetta eru störf sem aðrir ráðamenn hafa ekki tíma til að sinna svo vel sé
Örn Arnarson, 7.5.2007 kl. 11:55
Forsetinn er okkar þjóðarstolt og ómissandi hverri menningarþjóð að eiga þjóðaarleitoga á borð við Kristján Eldjárn, Vigdísi Finnbogadóttur og Ólaf Ragnar Grímsson.
Stærð þessa fólks varð auðvitað meira áberandi eftir að gremja sjálfstæðismanna fór úr böndunum.
En ósköp eru heimskir, illgjarnir og reiðir menn þreytandi.
Árni Gunnarsson, 7.5.2007 kl. 12:54
Forsetinn hefur ekkert með samskiptin við aðrar þjóðir að gera og á engan frumkvæðisrétt þar um heldur. Það er Alþingi og ríkisstjórn. Forsætisráðherra hvers tíma er jafngóður í hlutverkinu. Sjáið bara bruðlið þegar erlend fyrirmenni heimsækja landið, þá er veisla sitt hvorn daginn með sama fólkinu en sitt hvorum gestgjafanum. Hvílíkt bruðl.
Siggi (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 00:22
Þú meinar þá að forsætisráðherra hefur ekkert annað að gera en að taka á móti gestum og ferðast? Ég þarf ekki að spyrja hvað þú kýst, það er ekki nema einn flokkur svona mikið á móti forsetaembættinu. Ástæðan: Hann heftir ótakmörkuð völd þeirra og yfirgang!!
Örn Arnarson, 8.5.2007 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.