Leita í fréttum mbl.is

Auglýsingataktík Sjálfstæðisflokksins??

Ég lá í mestu makindum og horfði á Kompás, þar sem verið var að grafa undan kvótakerfinu og eins og gengur og gerist kom auglýsingahlé.  Þar sá ég auglýsingu frá Sjálfstæðisflokknum þar sem Geir Haarde og Þorgerður Katrín börðu sér á brjóst og hrósuðu happi yfir frábærum árangri í efnahagslífinu.  Þeim til fulltingis var allskonar fólk, sérvalið af auglýsingastofunni sem makar krókinn og hinum og þessum upplýsingum var skotið inn á skjáinn með reglulegum millibili.  Ein staðreynd þar vakti athygli mína, ekki síst þar sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist telja að hún sé til merkis um frábæra hagstjórn sína.  Því var semsagt fleygt fram að 30 þúsund Íslendingar stundi nú nám eða störf í útlöndum!!

En ég spyr:  Er það eitthvað til að stæra sér af???

Flestir þeir sem ég þekki og búa í útlöndum gera það m.a. vegna þess að:

  • nám sem þeir stunda er ekki í boði hér heima
  • það er ódýrara að stunda nám erlendis, sérstaklega ef þú átt börn
  • laun eru hærri og dýrtíðin ekki jafn mikil
  • velferðarþjónusta er boðleg og eftirsóknarverð, ekki síst á Norðurlöndum
Þetta kalla ég að skjóta sig í fótinn!!  En er ég sá eini sem tekur eftir þessu??!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Örn.

þú ættir frekar að tala um hvað þinn flokkur er tvísaga í sínum málflutningi að undanförnu ekki einu sinni hægt að taka mark á þeim.

það góða við Sjálfstæðismenn hvað hagsældin hefur verið góð sl 16 ár þess vegna skil ég mæta vel að þetta trufli þig við sjónvarpsgláp.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 6.5.2007 kl. 23:14

2 Smámynd: Örn Arnarson

Minn flokkur???  Hvaða flokkur skyldi það vera?  Hagsældin hefur verið fín fyrir þá sem eiga peninga í landinu en það sem er kjánalegt við auglýsinguna er að monta sig af því að hafa komið svona mörgu fólki úr landi....

Örn Arnarson, 6.5.2007 kl. 23:32

3 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sammála þessari athugasemd séra Örn.  Enginn vafi á nokkurn hátt að það er sérkennilegt að stæra sig af því að 30 þúsund Íslendingar séu nú búsettir erlendis.  Á það að vera markmið, að sem flestir búi erlendis???

Magnús Þór Jónsson, 7.5.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband