Leita í fréttum mbl.is

Frumleg leið til að nýta orkuna....

Af hverju datt mér þetta ekki í hug?  Af hverju ekki að byggja álver til að nýta raforkuna sem til er í landinu?  Þetta er enn eitt dæmið um það að fólk virðist ekki heyra neitt annað en álver, álver, álver.....

Ég frétti meira segja að heyrnarlaus maður hafi verið staddur þar sem hópur fólks var að tala saman og heyrði náttúrulega ekki orð af því sem sagt var.  Nema hvað að einhver segir orðið "álver".  Hrekkur ekki minn maður upp og spyr:  "Hva... Hvað voruði að segja um álver?  Hvar á að byggja álver?"  Aðrir nærstaddir lofuðu erlenda auðjöfra og sögðu: "Kraftaverk!!!"

Það fyndnasta í þessu öllu saman er að ansi margir Íslendingar eru eins og þessi heyrnarlausi maður.  Heyrir ekki boffs þangað til minnst er á álver og eru þá meira en til í tuskið.

Undanfarnar vikur hefur verið bent á ótal aðrar leiðir til að nýta orkuna og fá fyrir nýtinguna fleiri störf, meiri verðmæti og umhverfisvænni iðnað, s.k. hátækniiðnað á borð við gagnageymslu og vefþjónarekstur.  Það er því miður fáir sem hlusta á svoleiðis hjal.........

(Höfundur er ötull stuðningsmaður þungaiðnaðar og mengunar í þágu þjóðarheilla) 


mbl.is Hitaveita Suðurnesja og Norðurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband