Leita í fréttum mbl.is

Það læra menn sem fyrir þeim er haft!

Atburðir sem þessir eru hræðilegir, en það verður hins vega að segja að þeir koma því miður ekkert sérstaklega á óvart.  Miðað við drápsfíkn amerískra stjórnmálamanna og hernaðarspekúlanta þá eru svona atburðir nánast óumflýjanlegir.  Byssueign Bandaríkjamanna hefur lengi verið í umræðunni og ef menn hafa ekki nú þegar séð Bowling for Columbine, þá er skylda að drífa sig út á næstu leigu.  Því það er ekki endilega fjöldinn á byssum sem framkallar svona atburði, heldur gerðir byssanna sem eru í umferð og gildin í samfélaginu.

Það er ljótt að segja þetta en hvenær var Bush síðast "harmi sleginn" yfir sprengjuárásum í Írak sem drepa tugi saklausra borgara á hverjum degi?

Höfundur er einn helsti aðdáandi Bandaríkjanna og George Bush jr. 


mbl.is Bush harmi sleginn vegna fjöldamorðanna í tækniskólanum í Virginíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband