Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skyldi þetta endast?

Er heilbrigði Íslendinga það gott í dag að þetta haldist?  Ég vona það, en óttast um leið að lífstíll Íslendinga í dag gæti dregið dilk á eftir sér.  Mataræði og neysluvenjur eru að breytast til hins verra að mínu viti, sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni.  Það er okkar fullorðna fólksins að ala þau upp í góðum siðum og hollu líferni.
mbl.is Lífslíkur einna mestar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukkaður af föður mínum.....

Jæja gott fólk, þá verð ég að svara þessu klukki föður míns.  La GÓ:

1.  Ég ætlaði mér aldrei að verða annað en kennari frá því ég man eftir mér.  Living the dream!

2.  Ég tel mig vera hreinræktaðan, bókstafstrúaðan sósíalista og skammast mín ekkert fyrir það.

3.  Ég er með 3 tattoo.

4.  Ég er um þessar mundir að smíða pall við íbúðina mína.

5.  Ég elska ketti!!!!

6.  Ég er frekar latur að eðlisfari, en duglegur til vinnu. (Skemmtileg þversögn)

7.  Ég er með 26,8 í forgjöf í golfi

8.  Ég á nánast allar bækurnar eftir Terry Pratchett og les þær í þaula.

 

Þar hafiði það.  Ég klukka hér með Guðrúnu Völu frænku mína og Þorgerði, formann Kennarafélags Reykjavíkur.

 Góðar stundir


Sorglegt!!

Bjarni sá sóma sinn í að biðjast afsökunar á sínu framferði í gær.  Keflvíkingar finna sig ekki knúna til þess.

Hjörtur baðst afsökunar á sínu framferði í fyrra.  Guðmundur Mete gerði það ekki.

Umræðan í dag hefur því miður snúist frá aðalatriðinu.  Þó svo að ég telji mig vita megnið af því sem er satt, þá finnst mér sorglegt að sjá fullorðna menn benda á hvorn annan og segja hinn ljúga, hinn er verri en ég, þessi fór yfir strikið, ha ÉG??!!?  Það er algjörlega óásættanlegt að menn grípi til þess að rægja mæta menn, hvoru megin borðsins sem þeir standa.

Mér finnst að kjarni málsins megi ekki gleymast.  Háttvísin í knattspyrnunni hefur beðið mikla hnekki tvisvar í þessari viku, fyrst á Þróttarvelli og svo á Akranesi í gær.  Það er málið sem þarf að ræða, ekki hver sagði hvað og hver réðst á hvern.  Er yfirleitt pláss fyrir háttvísi í fótboltanum?  Skiptir hún okkur máli?  Ef svo er, hvað er hægt að gera til að endurvekja hana og hefja til vegs og virðingar.  Það er hlutverk KSÍ fyrst og fremst, en einnig leikmanna, þjálfara og stuðningsmanna.

Ég fer samt ekki ofan af því að Keflvíkingar, alveg eins og Bjarni, skulda fótboltaáhugamönnum þessa lands afsökunarbeiðni fyrir þeirra framkomu í gær.  Bjarni er búinn, en við bíðum eftir hinum.


mbl.is Yfirlýsing frá Keflvíkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kíkið á þess slóð!!

Sæl veriði.  Eruði í vafa um hvað á að kjósa??  Finnst þér allur áróðurinn renna saman í eitt??  Kíktu á http://xhvad.bifrost.is , svaraðu spurningunum og þér er sagt hvaða flokk þú átt mesta samleið með.

Mínar niðurstöður komu ekki á óvart........


Auglýsingataktík Sjálfstæðisflokksins??

Ég lá í mestu makindum og horfði á Kompás, þar sem verið var að grafa undan kvótakerfinu og eins og gengur og gerist kom auglýsingahlé.  Þar sá ég auglýsingu frá Sjálfstæðisflokknum þar sem Geir Haarde og Þorgerður Katrín börðu sér á brjóst og hrósuðu happi yfir frábærum árangri í efnahagslífinu.  Þeim til fulltingis var allskonar fólk, sérvalið af auglýsingastofunni sem makar krókinn og hinum og þessum upplýsingum var skotið inn á skjáinn með reglulegum millibili.  Ein staðreynd þar vakti athygli mína, ekki síst þar sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist telja að hún sé til merkis um frábæra hagstjórn sína.  Því var semsagt fleygt fram að 30 þúsund Íslendingar stundi nú nám eða störf í útlöndum!!

En ég spyr:  Er það eitthvað til að stæra sér af???

Flestir þeir sem ég þekki og búa í útlöndum gera það m.a. vegna þess að:

  • nám sem þeir stunda er ekki í boði hér heima
  • það er ódýrara að stunda nám erlendis, sérstaklega ef þú átt börn
  • laun eru hærri og dýrtíðin ekki jafn mikil
  • velferðarþjónusta er boðleg og eftirsóknarverð, ekki síst á Norðurlöndum
Þetta kalla ég að skjóta sig í fótinn!!  En er ég sá eini sem tekur eftir þessu??!

« Fyrri síða

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband