25.10.2011 | 17:30
Nýr tengill
Ég hef bætt inn nýjum áhugaverðum tengli fyrir körfuboltaáhugamenn. Hann er á síðu Coach Pat Anderson. Tjekkið á því!!
27.11.2010 | 22:22
Er lýðræði rétta leiðin fyrir íslenska þjóð?
Svo virðist sem að svarið við þessari spurningu sé nei. Allavega fyrir meirihluta þjóðarinnar. Loksins þegar þjóðin fær raunverulegt tækifæri til að láta lýðræðið virka í raun og gefa sjálfstæðri stofnun umboð til að endurskoða stjórnarskrána lætur meirihluti þjóðarinnar eins og þetta komi henni ekki við. Þessi sami meirihluti virðist þess vegna vera sáttur við það að einn, eða í mesta lagi tveir, stjórnmálamenn stjórni öllu sem þeir vilja á Íslandi, þ.e. oddvitar ríkisstjórnarflokka hverju sinni.
Flestir sem tóku þátt í umræðu fyrir þessar kosningar voru sammála um að auka þyrfti völd og sjálfstæði Alþingis á kostnað ríkisstjórnar í nýrri stjórnarskrá. Þessu virðist meirihluti þjóðarinnar vera andvígur.
Er þá ekki rétt að taka skrefið alla leið, afnema lýðræði á borði, sem á í orði og gefa oddvitum stjórnarflokkanna óskorað, guðlegt vald?
Við fengum frábært tækifæri, sögulegt tækifæri á heimsvísu, til að veita stjórnlagaþingi umboð þjóðarinnar til að semja fyrir okkur nýjan sáttmála um hvers konar þjóðfélag við viljum en ég er afar hræddur um að við höfum klúðrað því. Hver tekur mark á stjórnlagaþingi með umboð 40% þjóðarinnar?
Ég hálf skammast mín fyrir íslensku þjóðina í kvöld. Var "byltingin" 2008 barátta fyrir að halda öllu óbreyttu? Sennilega.......
Úrslit hugsanlega ljós á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 11:11
Hverjir skildu vera að taka þátt í þessum könnunum?
Það er gaman að segja frá því að ég var rétt í þessu að greiða atkvæði í þessari könnun og það var ekkert mál fyrir mig, Íslendinginn. Ef að þetta væri nú könnun eingöngu fyrir Breta væri mark á þessu takandi, en Íslendingar eru bæði vel net- og tölvulæsir og einhvern veginn grunar mig að þessi niðurstaða gefi það til kynna að hluta. Gaman ef það reynist svo að eintómir Bretar (og ég auðvitað) hafi tekið þátt í könnununum og að þær sýni vilja bresku þjóðarinnar í þessu máli.
Einhvernveginn efast ég samt um það......
Eiga Íslendingar að greiða? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2010 | 15:55
Hvað skildu vera margar svona sögur?
Ráðuneyti skráð á lista InDefence | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2010 | 14:02
Hvað með þá sem vilja að hann samþykki??
Nú er það básúnað um allar jarðir að forsetinn eigi að hlusta á þá 60.000 sem hafa skrifað undir undirskrifta lista In-Defence hópsins og hafna lögunum. En hvað með hina? Þá sem vilja að hann skrifi undir?
Þó svo að allt þetta fólk hafi skrifað upp á þennan lista eru samt fleiri sem EKKI hafa gert það. Enn sem komið er er það hávær minnihluti sem ætlar að fá sínu fram og ég leyfi mér að efast um að allir af þeim sem skrifað hafa undir viti í raun um hvað málið snýst. Þetta mál er flókið og krefst mikillar yfirlegu til að geta sett sig á móti því.
Ég vona innilega að Herra Ólafur taki nú þetta mál og ljúki því í eitt skipti fyrir öll. Eyðum frekar púðrinu í að finna þá milljarða sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum og virðast horfnir með öllu.
Ég segi JÁ við Ice-save
Forsetinn leiti álits lögmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2009 | 09:31
Ansi margir hljóta að skammast sín
Flott að fá þessa hlið á málinu. Ansi margir hér á blogginu urðu sér og bloggurum almennt til skammar með ummælum sínum varðandi þetta mál. Ég vona að fólk láti sér þetta að kenningu verða og haldi sig við staðreyndir, kynni sér málin áður en farið er af stað með sleggjudóma og róg.
"Mæl þarft eða þegi", segja hávamálin og það með réttu
Óvægin ummæli á bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2009 | 08:20
BÚÚÚHÚÚÚ
Pólitískar hreinsanir og ofsóknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2009 | 11:15
Frétt eða bloggfærsla?
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2008 | 09:47
Ekki skánar það
Maður veltir því fyrir sér hvernig maður á að hafa sig út úr skuldafeninu. Þessi aðgerð á eftir að keyra upp vísitölu neysluverðs og þar með lánin, sem hækka nóg hjálparlaust. Þetta er síst til að örva steindautt atvinnulífið og ég sem hélt að nú þyrfti einmitt að örva það svolítið. Ríkissjóður græðir sjálfsagt lítið á þessu þegar upp er staðið, en það er um leið augljóst hver á að borga brúsann eftir sukkið. Hækkun skatta, hækkun á olíugjaldi, hækkun á áfengi (reyndar er mér skítsama um hækkun á tóbaki - tími til kominn). Ekki eru það peningamennirnir og sukkararnir sem eiga að beila sjálfa sig út. En er maður hissa á því?
Ekki ég, þetta er akkúrat það sem maður býst við af þessari vonlausu ríkisstjórn.
Þrýsta vísitölunni upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008 | 08:22
Hvar enda allir þessi peningar?
340 þúsund milljarða tap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |