Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
27.11.2010 | 22:22
Er lýðræði rétta leiðin fyrir íslenska þjóð?
Svo virðist sem að svarið við þessari spurningu sé nei. Allavega fyrir meirihluta þjóðarinnar. Loksins þegar þjóðin fær raunverulegt tækifæri til að láta lýðræðið virka í raun og gefa sjálfstæðri stofnun umboð til að endurskoða stjórnarskrána lætur meirihluti þjóðarinnar eins og þetta komi henni ekki við. Þessi sami meirihluti virðist þess vegna vera sáttur við það að einn, eða í mesta lagi tveir, stjórnmálamenn stjórni öllu sem þeir vilja á Íslandi, þ.e. oddvitar ríkisstjórnarflokka hverju sinni.
Flestir sem tóku þátt í umræðu fyrir þessar kosningar voru sammála um að auka þyrfti völd og sjálfstæði Alþingis á kostnað ríkisstjórnar í nýrri stjórnarskrá. Þessu virðist meirihluti þjóðarinnar vera andvígur.
Er þá ekki rétt að taka skrefið alla leið, afnema lýðræði á borði, sem á í orði og gefa oddvitum stjórnarflokkanna óskorað, guðlegt vald?
Við fengum frábært tækifæri, sögulegt tækifæri á heimsvísu, til að veita stjórnlagaþingi umboð þjóðarinnar til að semja fyrir okkur nýjan sáttmála um hvers konar þjóðfélag við viljum en ég er afar hræddur um að við höfum klúðrað því. Hver tekur mark á stjórnlagaþingi með umboð 40% þjóðarinnar?
Ég hálf skammast mín fyrir íslensku þjóðina í kvöld. Var "byltingin" 2008 barátta fyrir að halda öllu óbreyttu? Sennilega.......
Úrslit hugsanlega ljós á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |