Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Vissi ekki hvort ég átti að standa eða sitja

Ég segi ekki annað en að þetta er sá stærsti og lengsti sem ég hef fundið.  Ég get rétt ímyndað mér hvernig hann var á Suðurlandinu ef hann var svona öflugur hér á Skaganum.  Eina sem mér datt í hug að gera var að halda við tölvuskjáinn svo hann ditti örugglega ekki......
mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar kröfur?

Mér dettur í hug hvort ekki væri rétt að landsmenn breyti kröfum sínum varðandi eldsneytisverð.  Þyrfti einfaldlega ekki að fara fram á að útgjöld til almenningssamgangna yrðu stóraukin, nýjar leiðir s.s. lestarsamgöngur yrðu kannaðar af meiri krafti og framkvæmdar.  Við það myndi eftirspurn eftir eldsneyti minnka og bensínverð lækka.

Að mínu mati höfum við sem þjóð vanrækt alltof lengi að þróa aðrar samgönguleiðir en einkabílinn.  Hann er augljóslega eitthvað sem tilheyrir fortíðinni.  Þetta er að verða okkar stærsta samfélagsmein og þörf á tafarlausum úrbótum.  Fjáraustur í mannvirki sem auðvelda einkabílum að komast milli staða myndi nýtast betur annars staðar.

Þetta er alla vega mín sýn á málið, en ÁFRAM STULLI & CO.!


mbl.is Mótmælt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný og betri myndasíða

Sælt veri fólkið.

 Ég vil bara benda þeim sem koma hingað inn á að nú hef ég endurbætt myndasíðuna mína og bætt inn haug af nýjum myndum.  Slóðin er sem fyrr http://www.hivenet.is/oddikennari 

 

Hvet ykkur til að kíkja

 

Öddi 


Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband