Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
18.3.2008 | 14:13
Mikið vatn runnið til sjávar
Sæl veriði.
Síðan síðast er þetta helst:
- Við settum upp leikverkið Dýrabær með unglingunum í Heiðarskóla. Það tókst með eindæmum vel eins má m.a. lesa á bloggi föður míns sem fer fögrum orðum um stykkið.
- Ég gaf mynd á kvennakvöld ÍA á dögunum og seldist hún á uppboði á yfir 40 þús. krónur. Það fannst mér mjög gaman að heyra og eru þær stelpur vel að þeim krónum komnar.
- Ég var endurkjörinn í samninganefnd FG með dúndrandi kosningu á aðalfundi félagsins. Ég þakka það traust sem mér var sýnt með því, nú verður nóg að gera næstu misseri.
- Panil kom aftur saman og spilaði í kveðjupartíi fyrir hann Valla okkar, söngvara og konu hans hana Marellu. Það var gríðarlega skemmtilegt og mæltist vel fyrir hjá viðstöddum, sem margir hverjir voru rótgrónir aðdáendur bandsins goðsagnakennda.
- Ég hef verið töluvert duglegur að fara út og taka myndir í nágrenni Akraness. Afraksturinn fer að stórum hluta inn á síðu sem heitir www.istockphoto.com. Ég stefni að auki að því að halda sýningu á Akranesi í sumar. Sú vinna á eftir að fara í gang síðar.
Þangað til næst bið ég að heilsa
Öddi