12.12.2008 | 09:47
Ekki skánar það
Maður veltir því fyrir sér hvernig maður á að hafa sig út úr skuldafeninu. Þessi aðgerð á eftir að keyra upp vísitölu neysluverðs og þar með lánin, sem hækka nóg hjálparlaust. Þetta er síst til að örva steindautt atvinnulífið og ég sem hélt að nú þyrfti einmitt að örva það svolítið. Ríkissjóður græðir sjálfsagt lítið á þessu þegar upp er staðið, en það er um leið augljóst hver á að borga brúsann eftir sukkið. Hækkun skatta, hækkun á olíugjaldi, hækkun á áfengi (reyndar er mér skítsama um hækkun á tóbaki - tími til kominn). Ekki eru það peningamennirnir og sukkararnir sem eiga að beila sjálfa sig út. En er maður hissa á því?
Ekki ég, þetta er akkúrat það sem maður býst við af þessari vonlausu ríkisstjórn.
![]() |
Þrýsta vísitölunni upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo kórónar verkalýðsforystan málið með því að vilja halda fast í verðtryggingu.
Ég er farin að hallast að því að frjálslegasti leiðtogi Íslands yrði Steingrímur J?
Vilborg Traustadóttir, 13.12.2008 kl. 21:03
Svei mér þá, óréttlætið er allsstaðar, við erum að lenda á köldum klaka !
Hulda Margrét Traustadóttir, 14.12.2008 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.