28.10.2008 | 08:22
Hvar enda allir þessi peningar?
Ef einhverjir eru að tapa peningum, hljóta þessir peningar að enda einhvers staðar. Það er einhver að græða á þessu öllu saman og eftir að hafa horft á Zeitgeist get ég ímyndað mér hverjir. Hver skrúfaði fyrir lausaféð á sínum tíma og kom þessu öllu af stað?
340 þúsund milljarða tap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Voru einhverntíman einhverjir peningar á bakvið þetta ?
Eru þetta ekki bara peningar sem bankarnir búa til í formi skulda hjá fólki ?
Fólk fær lán, sem eru bara tölur í tölvu, kaupir íbúð þ.e. færir tölurnar yfir á annan reikning og svo framvegis. Svo vaxa þessar tölur sem ekkert er á bakvið. Smátt og smátt hverfur allt lausafé upp í þessa ímynduðu peninga og þegar það hverfur alltsaman þá fer allt til fjandans eins og raun ber vitni..
David (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 08:34
Talandi um Zeitgeist, þá er komin númer 2 þar og farið nær eingöngu í skýringu á fjármálakerfi heimsins þar og skýrt nánar. Og eins og David segir þá eru peningar búnir til úr lausu lofti og strax í formi skulda, þannig að þetta kerfi endar alltaf á því að springa framan í fólk.
Siggi (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:05
Og hvað með það,
Það hafa engin raunveruleg verðmæti tapast. Þetta eru bara spilapeningar sem hafa færst til.
Sverrir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:11
Eru bara ekki allir ímynduðu peningarnir í heiminum að hverfa....?
Eggert (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.