27.10.2008 | 21:00
Hverju á maður að trúa?
Þetta er spurning sem ég hef enn ekki svar við. Þó svo að Björgólfur sé holdgervingur kapítalismans, þess sem ég fyrirlít mest í heimi hér, get ég ekki annað en haft trú á því að margt sem fram kom í Kompás sé sannleikanum samkvæmt. Hann ber eflaust meiri ábyrgð en hann vildi meina, það er eðlilegt (ekki síst fyrir argasta kapítalista) að gera lítið úr sinni ábyrgð og fegra sjálfan sig. Það hrópar þó á mig meir en nokkru sinni þau tök sem Davíð Oddsson virðist enn hafa á íslensku þjóðinni.
Hann er fulltrúi þess, sem ég hata sennilega meira en kapítalistana sjálfa, spilltra stjórnmálamanna sem nota vald sitt til að spila með framtíð þjóðar í þeim einum tilgangi að stjórna, stjórnarinnar vegna. Það getur vel verið að hann sé hættur í "stjórnmálum" en hann er ennþá stjórnmálamaður í mínum augum.
Ef við viljum að einhver svari fyrir sig og axli ábyrgð er það hann og sá forsætisráðherra sem lætur hann starfa í sínu skjóli. Ég held, hversu illa sem manni er við auðmennina sem hafa leikið sér með auðæfi Íslands, að sagan muni sína að Seðlabankinn (Davíð í aðalhlutverki) og ríkisstjórnir Íslands undanfarin 20 ár beri höfuðábyrgð á ástandinu í dag. Þessu má ekki gleyma þegar næst verður gengið til kosninga!!!
Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr Heyr vel mælt
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:03
Sælir
Þetta er ekki vel mælt. Þetta er ekki einu sinni íslenska. Öll greinamerki eru vafasöm og ekki þykir mjög gott að nota sviga skv íslenskufræðingum. Vona að þú kennir leikfimi því annars eru börnin í vandræðum. Reiður kennari sem ekki skrifar tungumálið getur verið erfitt mál.
Kv.
Sveinbjörn
Sveinbjörn (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:09
Ef eitthvað af þessu aumingjaliði á Alþingi sýndi einhvern manndóm þá væri ef til vill von.
En þeirr þáðu núa allir sína stuðningsfulltrúa (aðstoðarmann) til að hjálpa sér í sínu annasama starfi við að sitja og horfa út í loftið.
Grímur (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:15
(Sveinbjörn)!! Hvað kemur það málinu við hvort að textinn er á fullkomlega ritaðri íslensku eða ekki? Greinarmerki er hægt að nota sem stílbragð. Þetta er ekki formlegur texti og því kannski ekki allir (kannski þú og örfáir aðrir) sem gera kröfu um fullkomnun í staf- og greinarmerkjasetningu á bloggsíðum landans.
Ég geri mér grein fyrir því að það sé ótrúleg staðreynd að kennari geti verið reiður. Kennarar eru yfirleitt fullkomið fólk, án tilfinninga og hafa einungis það hlutverk að mennta æskulýðinn. Þar utan eiga þeir ekkert líf, engar skoðanir.
(Ath. að síðasta efnisgreinin byggist alfarið á kaldhæðni)
Örn Arnarson, 27.10.2008 kl. 21:26
Svo kenni ég stærðfræði og þar eru svigar notaðir óspart
Örn Arnarson, 27.10.2008 kl. 21:28
Sjálfstæðisflokkur og Seðlabankinn bera fulla ábyrgð á öllu þessu og skal því axla þá ábyrgð fyrir almenningi og segja af sér eða verða leyst upp frá störfum. Það er hrikalega ömurlegt og hreinlega glæpsamlegt að heyra hverju var þagað yfir fyrir þegnum þessa lands og allar þær aðvaranir sem Ríkisstjórnin og Seðlabankinn voru ítrekuð vöruð við en kusu að hundsa þær aðvaranir, allan þennan tíma sagði Geir að hér væri allt í himnalagi, mér er spurn, fékk hann BA-prófið í hagfræði frá Brandeis-háskólanum í Bandaríkjunum og MA-prófð í hagfræði frá Minnesota-háskóla í Bandaríkjunum í pókerspili ?
— ICELAND'S MOST WANTED —
Er að skipuleggja aðgerðina "Víkingur Delta 2" "Operation Viking Delta 2" Endilega ef þú getur að aðstoðað mig með því að smella á linkinn hér fyrir ofan og tilgreina í hvaða hryðjuverkastétt þú ert í, með fyrirfram þökk. Sævarinn hryðjuverkaatvinnulausi.
Sævar Einarsson, 27.10.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.