15.5.2008 | 12:16
Nýjar kröfur?
Mér dettur í hug hvort ekki væri rétt að landsmenn breyti kröfum sínum varðandi eldsneytisverð. Þyrfti einfaldlega ekki að fara fram á að útgjöld til almenningssamgangna yrðu stóraukin, nýjar leiðir s.s. lestarsamgöngur yrðu kannaðar af meiri krafti og framkvæmdar. Við það myndi eftirspurn eftir eldsneyti minnka og bensínverð lækka.
Að mínu mati höfum við sem þjóð vanrækt alltof lengi að þróa aðrar samgönguleiðir en einkabílinn. Hann er augljóslega eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Þetta er að verða okkar stærsta samfélagsmein og þörf á tafarlausum úrbótum. Fjáraustur í mannvirki sem auðvelda einkabílum að komast milli staða myndi nýtast betur annars staðar.
Þetta er alla vega mín sýn á málið, en ÁFRAM STULLI & CO.!
Mótmælt á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Öddi
Það er sjaldgæft að við séum sammála í pólitíkinni og á því er engin breyting í þetta skiptið. Þ.e. með stuðning við Sturla og félaga.
Hinsvegar tek ég undir með þér að við verðum að vinna í því að finna nýjar leiðir og styrkja núverandi þegar kemur að almenningssamgöngum. Að sama skapi þarf að halda áfram þeirri góðu uppbyggingu sem unnin hefur verið á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar reiðhjólastíga.
Ég óttast að eldsneytisverð muni ekki lækka neitt að ráði þrátt fyrir lækkun á innlendri eftirspurn þar sem eftirspurn í þróunarríkjunum eykst gríðarlega ár frá ári, algjörlega án þess að við höfum nokkuð um það að segja.
Persónulega væri ég mjög til í að fá mér rafbíl en til þess að það megi verða þarf að fella niður öll aðflutningsgjöld og virðisaukaskatt af slíkum bílum þar sem þeir eru allt of dýrir til þess að fólk sjái sér fært að fjárfesta í slíkum tækjum. Litli ljóti bíllinn sem ég man ekki með nokkru móti hvað heitir er á um 2 milljónir en ég reikna með að hægt væri að lækka það verð um allavega 40% ef ríkið myndi afnema öll gjöld.
Heyri í þér kappi.
Snæþór
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 15.5.2008 kl. 13:08
Gaman að heyra í þér Snowy. Ég er innilega sammála með rafbílana, en sama mætti segja um vetnisvæðinguna.
Ertu búinn að skoða myndirnar mínar? Mér þætti gaman að heyra hvað þér finnst sem afar hæfileikaríkum myndasmiði (þ.e.a.s. þú)
Örn Arnarson, 15.5.2008 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.