Leita í fréttum mbl.is

About bloody time......

Mikið varð ég glaður að sjá þessa frétt.  Loksins, loksins, loksins ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að fara að vinna í samfélagsþjónustunni, sem hann hefur því miður ekki haft tíma eða bolmagn til að gera þau 16 ár sem hann hefur setið að völdum.  Það er áhugaverð forgangsröðun hjá stærsta stjórnmálaflokki landsins (hvernig sem stendur nú á því) að láta heildina, megnið af íslensku þjóðinni, sem þarf að berjast við að láta enda mætast bíða í 16 ár eftir því að tekið sé til við að styrkja velferðar- og menntaþjónustuna í landinu.  Það var auðvitað mikilvægara að taka fyrstu 16 árin af stjórnartíð Sjálfstæðismanna í að gefa ríkisfyrirtæki og lækka skatta á tekjuhæstu þjóðfélagsþegnanna.

NÚNA, 16 árum seinna er svigrúm til að auka framlög til menntamála og styrkja velferðarkerfið.  Þjóðin stendur í þakkarskuld við Sjálfstæðisflokkinn!  Fátækir Íslendingar gráta af gleði við fréttirnar og þakka Guði fyrir.  Æ, já.  Það er engin fátækt á Íslandi.  Gleymdi mér aðeins......


mbl.is Vill leiða þjóðina til nýrra tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Sjálfsstæðisflokkurinn hefur haft 16 ára svigrúm til að auka framlög til menntamála  og styrkja velferðarkerfið. ----  út afhverju var flokkurinn þá ekki búinn að því?

Vilborg Eggertsdóttir, 15.4.2007 kl. 20:58

2 Smámynd: Örn Arnarson

Takk fyrir athugasemdina Vilborg.  Það er akkúrat þetta sem ég er að benda á

Örn Arnarson, 15.4.2007 kl. 21:04

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Afsakaðu, en ertu þá að segja að menntakerfið á Íslandi sé svona slæmt??? Og velferðarkerfið??? Við hvað ertu eiginlega að miða - Paradís?

Margrét Elín Arnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 22:20

4 Smámynd: Örn Arnarson

Takk fyrir athugasemdina Margrét.  Ég er að miða við eitt ríkasta land í heimi.  Biðlistar í heilbrigðiskerfinu, hár sjúkrakostnaður, komugjöld, niðurgreiðslur vegna tannlæknaþjónustu handa börnum, framlög til reksturs á framhaldsskólum (ekki síst verkgreina), tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga vegna grunnskólans, tekjutengingar bóta, aðbúnaður aldraðra, rekstur spítala einkennist af lokunum deilda...... Ég gæti haldið áfram að telja upp atriði sem einkenna arfleifð núverandi ríkisstjórnar í velferðarmálum.  Þetta eru málin sem hafa mátt bíða í 16 ár og skjóta svo upp kollinum mánuði fyrir kosningar....

Örn Arnarson, 15.4.2007 kl. 23:23

5 identicon

Heyr..heyr..

Stella frænka

Stella (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 19:57

6 identicon

Heyr..heyr..

Stella frænka

Stella (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 20:00

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Stella!  NÚ ER MÁLIÐ MÁLVERKASÝNING Í SAUÐANESVITA HELGINA SEM ÆTTARMÓTIÐ ER! ANNARS ÖDDI VIÐ KJÓSUM RÉTT Í VOR, EKKI SATT??? 

Vilborg Traustadóttir, 16.4.2007 kl. 22:57

8 Smámynd: Örn Arnarson

Ég er ekki alveg búinn að ákveða mig, en ég man ennþá lagasetninguna 2004 þannig að búið er að útiloka 2 flokka allavega...

Örn Arnarson, 16.4.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband