Leita í fréttum mbl.is

Er lýðræði rétta leiðin fyrir íslenska þjóð?

Svo virðist sem að svarið við þessari spurningu sé nei.  Allavega fyrir meirihluta þjóðarinnar.  Loksins þegar þjóðin fær raunverulegt tækifæri til að láta lýðræðið virka í raun og gefa sjálfstæðri stofnun umboð til að endurskoða stjórnarskrána lætur meirihluti þjóðarinnar eins og þetta komi henni ekki við.  Þessi sami meirihluti virðist þess vegna vera sáttur við það að einn, eða í mesta lagi tveir, stjórnmálamenn stjórni öllu sem þeir vilja á Íslandi, þ.e. oddvitar ríkisstjórnarflokka hverju sinni.

Flestir sem tóku þátt í umræðu fyrir þessar kosningar voru sammála um að auka þyrfti völd og sjálfstæði Alþingis á kostnað ríkisstjórnar í nýrri stjórnarskrá.  Þessu virðist meirihluti þjóðarinnar vera andvígur.

 Er þá ekki rétt að taka skrefið alla leið, afnema lýðræði á borði, sem á í orði og gefa oddvitum stjórnarflokkanna óskorað, guðlegt vald?

Við fengum frábært tækifæri, sögulegt tækifæri á heimsvísu, til að veita stjórnlagaþingi umboð þjóðarinnar til að semja fyrir okkur nýjan sáttmála um hvers konar þjóðfélag við viljum en ég er afar hræddur um að við höfum klúðrað því.  Hver tekur mark á stjórnlagaþingi með umboð 40% þjóðarinnar?

Ég hálf skammast mín fyrir íslensku þjóðina í kvöld.  Var "byltingin" 2008 barátta fyrir að halda öllu óbreyttu?  Sennilega.......


mbl.is Úrslit hugsanlega ljós á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sérhver þjóð á skilið þá stjórn sem hún kýs yfir sig". (Winston Churchill)

"Guð blessi Ísland." (Geir Haarde).

 Úfff! Dauðskammast mín. Fór ég þó og kaus.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 22:28

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég hálf skammast mín fyrir íslensku þjóðina í kvöld. Var "byltingin" 2008 barátta fyrir að halda öllu óbreyttu? Sennilega.......

Það er ekki annað hægt en að taka undir þessi orð þín Örn..

hilmar jónsson, 27.11.2010 kl. 22:54

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Til hvers er að hafa stjórnarskrá þegar ekki er farið eftir henni, nei það þarf einhver önnur meðul á þingið.

Eyjólfur G Svavarsson, 28.11.2010 kl. 00:23

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Já svo sannarlega dapurlegt að ekki hafi fleiri nennt að nýta sér þetta tækifæri til að taka beinann þátt í lýðræðinu og einhverju nýju. 

Það lítur út fyrir að fólki þyki "dægilegast" að láta bara velja í lið fyrir sig og kjósa svo bara sama stafinn og venjulega, óháð því hvaða plebbar rata í liðið. Og nota bene, láta lítinn hóp hagsmunaðila velja sína gæðinga í liðið....

Það er svo erfitt að kynna sér er svo mikið rugl, ég hefði getað gert 3-4 mismunandi lista af 25 manns úr þessum frambjóðenda hópi og allir verið mjög frambærilegir....svo mikið af góðu fólki var þarna á ferðinni....fólki sem hefði aldrei getað eða nennt að troðast í gegnum hinar hefðbundun pólitísku kvarnir.

Já mér finnst þetta sorglegt....er mun að sjálfsögðu taka þátt í þessu ef ég hef náð kjöri...við skulum sjá til hvort þetta sé alveg misheppnað....40% er nú samt marktækur fjöldi.

Kv Ágúst Már Garðarsson frambjóðandi nr 7275

Einhver Ágúst, 28.11.2010 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband