4.1.2010 | 15:55
Hvað skildu vera margar svona sögur?
Ég hvet fólk til að kíkja á söfnunina og athuga hvort þeirra kennitala hafi verið skráð í misgripum eða án leyfis.
Ráðuneyti skráð á lista InDefence | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir það.
Skil samt ekki alveg hvaða veður er verið að gera yfir þessu. Það veit hver heilvita maður að opt-in kannanir á internetinu eru ekkert svakalega lýsandi eða traustar.
Askur (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 16:09
Eru þær eitthvað minna traustar heldur en handskrifaðar kannanir ? Mér sýnist bara auðveldara sé að yfirfara kannanirnar.
Birgir Hrafn Sigurðsson, 4.1.2010 kl. 16:15
Já. Þarf virkilega að útskýra það?
Askur (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 16:36
Mér skilst að í morgun hafi kvartanir yfir notkun á kennitölu í heimildaleysi verið orðnar 25. Það tel ég ekki hátt hlutfall af rúmlega 60 þúsund undirskriftum. Allir sem vilja geta gengið úr skugga um að þeirra kennitala sé ekki misnotuð en það geta þeir ekki þegar safnað er handskrifuðum undirskriftum. Þetta er því öruggara og því öruggara sem fólk er duglegra að fylgjast með þessu.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 4.1.2010 kl. 16:56
Og hver mun votta fyrir að hvert einasta nafn þarna á að vera þarna? Eða eruð þið á þeirri skoðun að það er mitt að athuga hvort einhver annar hafi sett mig þangað, daglega, til að mín rödd heyrist?
Það er svo sem skoðun.. get ekki neitað ykkur um að hafa hana. En djöfull finnst mér það sérkennileg skoðun sem, líklegast, byggir meira á hagsmunum en sanngirni gagnvart samlöndum ykkar.
En hey, ykkar líf, ykkar ákvarðanir.
Askur (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 18:38
Búinn að tékka á minni kennitölu. Hún er ekki skráð, sem er gott.
En ef hún væri skráð, myndi ég aldrei fara að senda þeim email með mínu nafni og email-adressu með textanum "vinsamlegast fjarlægið nafnið mitt af listanum". Enginn, og ég endurtek ENGINN getur kúgað mig til að gefa þeim nafnið og emailadressuna.
Þessi undirskriftarlisti er ekki marktækur sem undirskriftarlisti.
Þessi undirskriftarlisti segir í besta lagi að til er fólk sem er á móti samkomulaginu.
Hvar er þessi listi hýstur? Í hvaða gagnabanka? Hver stjórnar honum?
áhugasamur (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.