Færsluflokkur: Tónlist
21.7.2007 | 13:41
Pallatónleikar nr. 1 hjá Hræinu
Sælinú!!
Í kvöld verða haldnir fyrstu pallatónleikarnir af mörgum hjá kassagítar-pönksveitinni Hræ. Nýji pallurinn MINN á Smáraflötinni varð fyrir valinu og munu þar stíga á stokk allir upprunalegir meðlimir Hræs, þ.e. ég, Sammi og Valli. Hræið ætlar að frumflytja 1 nýtt frumsamið lag sem hefur vinnuheitið Rollurnar og er mjög skemmtilegt, auk þess að covera m.a. Cypress Hill, Violent Femmes, Panil, Ramones og Bad Religion. Tónleikarnir hefjast stundvíslega einhvern tímann eftir klukkan 8 og lýkur stundu síðar, en þá ætlar hljómsveitin að leika fyrir fjöldasöng og dansi frameftir nóttu (sennilega til 23:00 til að styggja ekki nágranna).
Flestir velkomnir!! (Allir væri of sterkt til orða tekið og gæti skapað vandræði. Semsagt allir sem þekkja okkur og/eða hafa áhuga á Akurnesískri tónlist mega mæta)
Það er rétt að taka það fram að Hræ ætlar í tónleikaferð um Akranes á næstu vikum og spila á pöllum hjá fólki, þegar eru partí allavega.
Call me!!
Öddi
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)