Leita í fréttum mbl.is

Þvílík ósvífni!

Ég er eðlilega einskær aðdáandi arnarins og því kannski svolítið hlutdrægur.  Þar fyrir utan er ég aðdáandi náttúrunnar og þeirrar fjölbreytni sem er að finna í henni.  Fjöldi dýrategunda eru í útrýmingarhættu í heiminum og eru flest þróuð samfélög sammála um að þær tegundir beri að vernda út í ystu æsar.  Þess vegna hryggir það mig mjög að lesa um slíka umgengni við eitt mesta stolt íslenskrar náttúru, íslenska haförninn.

Við tókum geirfuglinn í nefið og höfum nagað okkur í handarbökin síðan.  Ætlum við sömu leið með örninn?

Hegðun sem þessa heyrir maður í fréttum frá Afríku þar sem veiðiþjófar drepa sjaldgæf dýr til að selja eftirsóttar afurðir til gráðuga Vesturlandabúa.  Þetta er Íslendingum til skammar og á ekki að líðast.  Hvað er gert við veiðiþjófa í Afríku?  Þeir sleppa allavega ekki með klapp á bakið.......

(Höfundur er ákafur dýraverndarsinni og andstæðingur fáfróðra molbúa) 


mbl.is Illa lítur út með arnarvarp nú í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Geir-fuglinn og Örn-inn.  Sammála þér.

Vilborg Traustadóttir, 8.5.2007 kl. 02:25

2 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Skulum átta okkur á því að þetta er bara partur af því að náttúran er í eign fárra á stundum sem því miður telja sig ráða yfir henni.  Held að ekkert sé við fáfræði að sakast.  Heldur þá sem vilja erni lengra frá sér.  Ömurlegt.

Magnús Þór Jónsson, 9.5.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband