Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Pallatónleikar nr. 1 hjá Hræinu

Sælinú!!

Í kvöld verða haldnir fyrstu pallatónleikarnir af mörgum hjá kassagítar-pönksveitinni Hræ.  Nýji pallurinn MINN á Smáraflötinni varð fyrir valinu og munu þar stíga á stokk allir upprunalegir meðlimir Hræs, þ.e. ég, Sammi og Valli.  Hræið ætlar að frumflytja 1 nýtt frumsamið lag sem hefur vinnuheitið Rollurnar og er mjög skemmtilegt, auk þess að covera m.a. Cypress Hill, Violent Femmes, Panil, Ramones og Bad Religion.  Tónleikarnir hefjast stundvíslega einhvern tímann eftir klukkan 8 og lýkur stundu síðar, en þá ætlar hljómsveitin að leika fyrir fjöldasöng og dansi frameftir nóttu (sennilega til 23:00 til að styggja ekki nágranna).

Flestir velkomnir!!  (Allir væri of sterkt til orða tekið og gæti skapað vandræði.  Semsagt allir sem þekkja okkur og/eða hafa áhuga á Akurnesískri tónlist mega mæta)

Það er rétt að taka það fram að Hræ ætlar í tónleikaferð um Akranes á næstu vikum og spila á pöllum hjá fólki, þegar eru partí allavega.  

Call me!!

Öddi 


Klukkaður af föður mínum.....

Jæja gott fólk, þá verð ég að svara þessu klukki föður míns.  La GÓ:

1.  Ég ætlaði mér aldrei að verða annað en kennari frá því ég man eftir mér.  Living the dream!

2.  Ég tel mig vera hreinræktaðan, bókstafstrúaðan sósíalista og skammast mín ekkert fyrir það.

3.  Ég er með 3 tattoo.

4.  Ég er um þessar mundir að smíða pall við íbúðina mína.

5.  Ég elska ketti!!!!

6.  Ég er frekar latur að eðlisfari, en duglegur til vinnu. (Skemmtileg þversögn)

7.  Ég er með 26,8 í forgjöf í golfi

8.  Ég á nánast allar bækurnar eftir Terry Pratchett og les þær í þaula.

 

Þar hafiði það.  Ég klukka hér með Guðrúnu Völu frænku mína og Þorgerði, formann Kennarafélags Reykjavíkur.

 Góðar stundir


Sorglegt!!

Bjarni sá sóma sinn í að biðjast afsökunar á sínu framferði í gær.  Keflvíkingar finna sig ekki knúna til þess.

Hjörtur baðst afsökunar á sínu framferði í fyrra.  Guðmundur Mete gerði það ekki.

Umræðan í dag hefur því miður snúist frá aðalatriðinu.  Þó svo að ég telji mig vita megnið af því sem er satt, þá finnst mér sorglegt að sjá fullorðna menn benda á hvorn annan og segja hinn ljúga, hinn er verri en ég, þessi fór yfir strikið, ha ÉG??!!?  Það er algjörlega óásættanlegt að menn grípi til þess að rægja mæta menn, hvoru megin borðsins sem þeir standa.

Mér finnst að kjarni málsins megi ekki gleymast.  Háttvísin í knattspyrnunni hefur beðið mikla hnekki tvisvar í þessari viku, fyrst á Þróttarvelli og svo á Akranesi í gær.  Það er málið sem þarf að ræða, ekki hver sagði hvað og hver réðst á hvern.  Er yfirleitt pláss fyrir háttvísi í fótboltanum?  Skiptir hún okkur máli?  Ef svo er, hvað er hægt að gera til að endurvekja hana og hefja til vegs og virðingar.  Það er hlutverk KSÍ fyrst og fremst, en einnig leikmanna, þjálfara og stuðningsmanna.

Ég fer samt ekki ofan af því að Keflvíkingar, alveg eins og Bjarni, skulda fótboltaáhugamönnum þessa lands afsökunarbeiðni fyrir þeirra framkomu í gær.  Bjarni er búinn, en við bíðum eftir hinum.


mbl.is Yfirlýsing frá Keflvíkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drengskapur í íþróttum

Eftir að Magnús Þór vakti máls á "Fair play" í athugasemd við síðustu færslu mína fór ég að hugsa um það hugtak.  Mér finnst nefnilega að athuguðu máli að drengskapur sé, og hafi verið, á miklu undanhaldi í fótboltanum hérna heima.

Í yngstu flokkunum eru lið verðlaunuð og þeim hampað fyrir prúðmennsku og háttvísi.  Eftir því sem knattspyrnumenn eldast, virðist eins og það breytist.  Hverjir breyta því?  Þjálfarar?  Foreldrar?  Fjölmiðlar?

Ég hef nú verið í kringum fótbolta ansi lengi, bæði sem leikmaður og dómari og ég verð að segja að mér virðist að sannur drengskapur og háttvísi verði alltaf sjaldgæfari og sjaldgæfari og sá drengskapur sem við sjáum (bolta sparkað aftur til liðsins eða aftur í innkast/mark) virðist oftast yfirborðskenndur og af skyldurækni.

Sem dómari fær maður að kynnast leikmönnum á öllum aldri og fylgjast með þeim í návígi inni á vellinum.  Framkoma leikmanna í garð andstæðinga og dómara er því miður oft svo smánarleg að maður trúir því varla að slíkt geti átt sér stað í siðuðu þjóðfélagi.  Það er áhugaverð pæling hvað stjórnar því að dagfarsprúðir menn alla jafna geta breyst í villidýr, bara af því að það er fótboltaleikur í gangi?

Háttvísi verður ekki þröngvað upp á neinn, hún verður að koma að innan.  Versnandi hegðun fólks í og í kringum knattspyrnuleiki er hugsanlega afleiðing agaleysis í þjóðfélaginu öllu.  Liggur vandinn kannski þar að ungir knattspyrnumenn sem læra að háttvísi sé mikilvæg, sjá að fullorðna fólkið telur hana einskis nýta?  Erum við að ala upp fótboltamenn sem gleyma eða skilja ekki hvað orðið háttvísi þýðir í raun?


Viljandi - óviljandi, skiptir það máli lengur?

Ég hef ekki bloggað í langan tíma, en maður getur ekki sleppt svona tækifæri.

Ég var á leiknum eins og venjulega og studdi mína menn.  Það er hálfskrítin tilfinning sem situr í manni eftir svona sigur.  Maður getur eiginlega ekki fagnað eftir svona sýningu.  Íþróttin sem maður elskar fékk ekki góða auglýsingu í beinni útsendingu.

Annað mark Skagamanna er mjög umdeilt, enda engin leið að skera úr um hverjir hafa rétt fyrir sér.  Í mínum augum skiptir það engu máli lengur.  "Fórnarlömbin" frá Keflavík sáu um það að kvitta út þetta mark með ENN ÓDRENGILEGRI framkomu en þeir vildu meina að Bjarni hefði sýnt.

Ef við gefum okkur eitt augnablik að Bjarni hafi gert þetta viljandi, þá var hann einn að verki.  Einn maður - eitt atvik.  Keflvíkingar lögðu sig hins vegar FLESTIR (ekki allir) fram við það að sýna viðurstyggilega framkomu fyrir íþróttaáhugamenn landsins nær og fjær.  Tæklingin á Bjarna, Símun eftir markið sem fékk undraverðan bata um leið og Kristinn lyfti rauða spjaldinu yfir Páli Gísla, Guðmundur Steinarsson og fleiri sem eltu Bjarna inn í hús eftir leik með Guð má vita hvað í huga, nokkrir leikmenn sem fundu sig knúna til að húðskamma Bjarna eftir þá hættulegu tæklingu sem hann mátti þola.........

Þetta er löng upptalning og hugsanlega er ég að gleyma einhverju.

Gefum okkur svo að Bjarni hafi gert þetta ÓVILJANDI.  Hverjir líta þá illa út?

Viljandi - óviljandi?  Fáum væntanlega aldrei að vita það fyrir víst, en ég spyr skiptir það máli????


mbl.is Skagamenn lögðu Keflvíkinga á dramatískan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband