Leita í fréttum mbl.is

Góðar breytingar á knattspyrnulögum?

Það vaknaði hjá mér spurning þar sem ég horfði á Grindvíkinga skora sigurmarkið í kvöld hvort þær breytingar sem gerðar voru á knattspyrnulögunum séu af hinu góða.  Þá á ég við þá reglu að nú beri dómara að stöðva leik ef leikmaður liggur meiddur á vellinum, en aðrir leikmenn missa þannig tækifæri til að sýna drengskap í verki með því að spyrna boltanum af velli.

Einn leikmaður ÍA hafði nefnilega legið tognaður á nára í nokkurn tíma við eigin vítateig án afskipta dómara, þegar Grindavík fór í sókn.  Leikmaður sem var réttstæður eingöngu vegna liggjandi varnarmanns ÍA fékk sendingu, sendi boltann áfram og mark!

Ég ætla ekki að draga úr því að Grindavík átti sigurinn sannarlega skilið í kvöld og er ekki að kenna dómgæslu um tap Skagamanna.  Hendur leikmanna Grindavíkur voru bundnar og héldu þeir því eðlilega áfram og luku sókn sinni.  En hvenær eru meiðsli leikmanna alvarleg?  Getur dómari leiksins metið það úr 40 metra fjarlægð?  Er það vísbending að leikmaðurinn fór af velli og kom ekki inná aftur?  Eru það alvarleg meiðsli?  Er þessi breyting til góðs?  Er fótboltinn betri eða fallegri fyrir vikið?  Fyrir breytingu hefðu Grindvíkingar getað sýnt drengskap í verki með því að spyrna boltanum af velli.  Sú tíð fannst mér sem áhugamanni um fótbolta betri og fallegri á að horfa. 


mbl.is ÍA - Grindavík, 1:2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tek undir með þér. Mér fannst undarlegt að dómarinn skyldi ekki stöðva leikinn því boltinn var búinn að berast inn á vallarhelming Grindvíkinga og út á kant og var á svo hlutlausu svæði lengi. Það er slæmt þegar aftasti maður í vörn liggur meiddur. Hann þurfti svo að yfirgefa völlinn á eftir. Það er rétt að grindvíkingar áttu þennan sigur skilinn fyrst Skagamenn gerðu ekki út um leikinn í fyrri hálfleik.

Haraldur Bjarnason, 8.7.2008 kl. 15:05

2 identicon

Í þessu tilfelli höfðu Skagamenn boltann og brunuðu í sókn. Þeim var algjörlega frjálst að sparka útaf og láta hlúa að manni sínum. Það var fyrir þeirra eigin klaufaskap sem þeir misstu boltann og því fór sem fór. Mér var reyndar nokkuð skemmt að þetta skyldi gerast svona enda er ég ekki búinn að gleyma eða fyrirgefa hneykslið í fyrra þegar skagamenn tóku á móti Keflvíkingum. Ekki var nú mikill drengskapur á ferðinni þar. Réttlætið sigrar að lokum.

Kjartan Halldórsson (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Arnarson
Örn Arnarson
Ég starfa sem grunnskólakennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Um þessar mundir er ég þó einna helst áhugaljósmyndari í harkinu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband